Andvari - 01.01.1899, Page 21
15
því hér er Hallmundarhraun einna mjóst og auk
þess töluverður roksandur i iautum, svo vér hugð-
um hægra að komast yfir það hér en annarsstaðar.
Hraunið er helluhraun stórkostlegt og alt brotið á
yfirborði; er yfir það að sjá eins og útsæ, þegar mik-
il kvika er og undiralda, dalir óreglulegir, öldur og
öldufjöll stærri og smærri; allar hraunöldurnar eru
sprungnar, á hverri bólu ótal rifur; öldurnar eru
oítast 20—30 fet á hæð, en víða er miklu hærra af
öldutoppum niður í dalina. A yfirborði hraunsins
eru ákaflega mikil hraunreipi, margsnúin og marg-
þætt, eins og kaðlar. Haganælingur af viði er hér
og hvar í hrauninu, svo kindur geta hlaupið eftir
því. Við fórum krókótta leið milli hraunhólanna og
þræddura sandrákirnar í dældunum, en sumstaðar
iórum við yfir hellubelti, hraunþrep og liryggi;gekk
ferðin vel og greiðiega á venjulegum lestagangi og
vorum við 1 stundu og 8 mínútur yfir hraunbeltið.
Við höfðum stefnt beint á Klofajökul og komum að
hinum miklu jökulöldum hans sem ná nærri niður
að hrauni. Klofajökull myndast af 3 jöklum, er
ganga saman; hinn stærsti er i miðið, en hinir koma
niður um skörð til beggja hliða; jöklar þessir
bráðna saman í eitt og verða að einum stórum skrið-
jökli; nær hann lengst niður af öllum skriðjöklum
úr Eiríksjökli, niður að 1932 feta hæð yfir sjó. Jök-
ullinn hefir hlaðið mjög undir sig og gengur nú út
á holtahrúgu þá, er hann hefir ekið á undan sér.
Þessi mikla jökulalda er 246 fet á þykt upp að
skí^jökulssporði, en alls líklega nærri helmingi þykkri;
í henni er ísnúin möl með stórgrýtishnullungum og
heljarbjörgum innan um; uppi á jökulöldinni eru
strýtumyndaðir hólar með djúpum vatnspyttum á
milli; jökullækir renna þar víða niður og er sá einna