Andvari - 01.01.1899, Page 22
16
stærstur, sem rennur riður hólana miðja; margar
þurrar vatnsrásir voru þar og fyllast þær eflaust í
leysingum; lækir þessir^renna niður á sandinn fyrir
neðan og hverfa síðan iindir hraunið. Klofajökull
er mjög sprunginn og tættur sundur í kamba og
turna með blágrænum jökulgljúfrum á milli. Eystri-
Brækur, sem fyr var getið, ganga niður í hlíðina
skamt fyrir vestan Klofajökul og eru það þver-
brattir ísfossar með mjög miklum sprungum; þaðan
renna líka jökullækir inn undir hraunið. Fyrir sunn-
an Klofajökul ganga 2 skriðjöklar niður austurhlíð-
ar Eiriksjökuls og ná þeir heldur styttra niður en
jöklarnir að norðanverðu; frá þeim renna smálækir
út í hraunið og myndast þar leirblettir hér og hvar
af jökulleðjunni, sem þeir bera með sér. Við riðum
austur með jökulöldu Klofajökuls og síðan suðaustur
í hraunið út i fell, sem stendur upp úr því miðju
og er kaliað Þrístapafell; hraunið var á þessari leið
svipað útlits eins og fyr var lýst, en hraunhólarn-
ir ef til vill nokkuð lægri. Þrístapafell er móbergs-
háls með smábungum og er nyrzta bungan hæst,
2276 fet yfir sævarmál. Þaðan er góð útsjón um
hraunið, sem fyllir allan jökulkrókinn suður í Flosa-
skarð, og yfir norðvesturröndina á Langjökli. Hraun-
ið hér suður af er mjög úfið og sandorpið suður að
vötnunum í Flosaskarði; hæð Flosaskarðs yfir sjó
mun vera eitthvað i kringum 2500 fet og eru
þar sandar og grasleysur og jöklar á báða vegu.
Af fellinu blasir við norðvesturrönd Langjökuls; þar
eru hið efra óslitnar mjallahvítar hjarnbungur og
hvergi dökkur díll, nema lítill tindur hátt uppi ú
jökli, sem kallaður er Blátell; snælínan mun vera
hér um bil 3000 fet yfir sjó, en skriðjöklar ganga
langt niður fyrir hana; þeir sjást 9 alls frá Þri-