Andvari - 01.01.1899, Side 23
17
stapafelli og eru 2 þeirra stórir og 7 smáir. Syðst-
ur þessara jökla er stór jökull, sem gengur niður í
Flosaskarð fyrir sunnan nyrðra vatnið og mætti
kalla hann Flosajökul; úr honum renna margirsmá-
ir jökullækir í vatnið; vel getur verið að fleiri skrið-
jöklar séu suður i skarðinu, þó þeir sjáist ekki héð-
an. Fyrir norðan Flosajökul eru 5 fell utan í rönd
Langjökuls að mestu kafin i snjó, milli þeirra ganga
niður 4 smájöklar, um þetta svæði er há bunga á
sjáifum aðaljöklinum, en norður af henni tekur við
hreiður slakki og gengur mjög stór jökull þar niður,
sem kalla má Þrfstapajökul; jökull þessi er flatur
og breiður og gengur lengra niður en hinir skrið-
jöklarnir, hann nær alveg niður í hraun og mun
rönd hans liggja um 2000 fet yfir sævarfleti. Stór
jökulalda liggur fram með allri hinni neðstu brún
Þrfstapajökuls og var nú stór og langur skafl utan
i öldunni, svo ekki sást nema rönd hennar upp úr;
hliðaröldur úr möl og grjóti liggja upp með Þri-
stapajökli beggja megin, langt upp á jökul; skrið-
jökull þessi liggur að framan eins og stór kaka út
á láglendið. Þegar kemur norður fyrir Þrístapajök-
ul eru undirfjöllin snjóminni og ganga lengra út
undan hjarnbreiðunni, þar ganga þrir litlir skrið-
jöklar niður og stórar fannir eru á víð og dreif
milli þeirra. Aðaljökullinn hækkar hér aftur þegar
kemur norður fyrir dældina, sem Þrístapajökull
hefir runnið niður um, og er norður úr samanhang-
andi hvel eða bunga með iitlum halla.
Frá Þristapafelli sést ytír mikinn hluta af Hall-
mundarhrauni, það er helluhraun, sumstaðar mjög
úfið, og hér um þetta svæði er allmikill roksandur
í þvf; í landsynningum er hér sandrok mikið og hef-
ir það töluverð áhrif á þussabergið hér f fjöllunum,
2