Andvari - 01.01.1899, Page 24
18
eitlarnir standa víða langt út úr berginu, sandrokið
er búið að skafa burtu teneiefnið milli þeirra.
Hraunið er béðan að sjá einna breiðast í stefnu á
Reykjavatn, en er mjórra norður. Héðan sjást vel
upptök Hallmundarhrauns efst í undirhlíðum Lang-
jökuls allhátt uppi, nærri uppi við snælínu, þar
er gígahrúgaldur mikið og hallast hraunið þaðan
niður og myndast breið bunga upp að uppvarpinu,
halli bennar er þó ekki að sunnanverðu nema 1—2°,
en að norðan 3—4° á yfirborði, er hraunið þar mjög
úfið. Þó Þrístapafell sé afskekt inn í iökulkrók og
í miðju hrauni, þá er þar þó dálitill gróður, í torf-
um utan í fjallinu t. d. grávíðir, geldingalauf, lamba-
blóm, geldingahnappar, pungagras, hvítmaðra, mús-
areyra og fjflar ekki allfáir. Frá Þrístapafelli fór-
um við sömu leið til baka að Klofajökli og svo yfir
hraunið að tjaldi voru hjá Sauðafjalli nyrðra.
Um morguninn 18. iúlívar fyrst þoka, en henni
létti af um dagmálin og gerði gott veður, sólskin og
hita, en af því leiddi aptur að mýbit var æði- nær-
göngult. Tókum við okkur þá upp og héldum norð-
ur með Norðlingafljóti að sunnanverðu; fljótið var
nú fremur vatnslítið, en getur opt verið mikið, eink-
um á vorin, stundum koma fsstíflur í það, svo það
flæðir yfir stórsvæði og ber þá möl og stórgrýti út í
hraunið, þess sjást t. d. mörg merki hjá Fugleyrum.
Upp með fljótinu norður af Sauðafjöllum eru klappaholt
beggja megin, gróður er þar allmikill i brekkum,
dalverpum og gilskorum og yfir höfuð að tala eru
hér grösug afréttarlönd. Við fórum fram hjá Virk-
ishólamýri upp að Breiðatanga, þar er bugða mikil
á fljótinu og nes að norðan, vötn allmörg eru
beggja tnegin við þennan krók, að norðan Þorsteins-
tjörn, Alptavötn og Krókavatn, að sunnan Reykja-