Andvari - 01.01.1899, Page 26
20
ekki var landfræðisþekkingin meiri. Jón var því
næst fluttur til bygða og svo sendur á Brimar-
hólm.
Nautavatn er kippkorn fyrir norðan Reykja-
vatn, þar eru klappir með ísrákum, en norðar lyng-
móar, litlar seftjarnir og mýrasund, álftir voru þar
rnargar, klappaholtin fara að hverfa þegar nokkuð
dregur norður fyrir Reykjavatn, lausagrjót er þar
ineira ofan á og grettis-tök víða. Við héldum sömu
stefnu norður í Fljótsdrög hin neðri, það er stórt
hagapláss með mýrasundum, tjörnum, pyttum og
djúpum lækjastokkum, þar safnast saman mikið vatn
og kemur megin þess úr lindum undan hraunrönd-
inni og sumstaðar ná mýrasundin líka upp að hrauni.
Við fórum suður og austur fyrir drögin og fengum
þar illan veg, ótræði og stokklæki ófæra, urðum
sumstaðar að fara upp í hraunrönd, sumstaðar um
fúamýrar. Efst í drögunum tjölduðum við á lækjar-
bakka, örstutt frá norðurhorni hraunsins. Hallmund-
arhraun, er hér apalhraun mjög úflð, hvergi bellu-
hraun, þó hellurnar sé algengastar sunnar. Stór
grýtinu er hrúgað og tildrað saman í bing, þar eru
djúpar holur, sprungur, gljúfur og gjár, og er þar
ófært hverri skepnu; grámosi er mikill i hrauninu
og strá og blóm á stangli hingað og þangað; hraun-
röndin er há, 50—60 fet, sést þaðan ve) yfir drögin
og heiðarnar í kring. í Fljótsdrögum eru 10 — 12
smávötn og ótal pyttir, þar eru fuglar margir, álftir,
rjúpur, lóur og gæsir. Fyrir norðan fljót eru ein-
tómar gráar öldur upp að Kráki á Sandi og að
Lyklafelli við norðurenda Langjökuls. Vatnsdæl
ingar tara eina fjallleit hingað suður í Fljótsdrögog
sáum við tjaldstað þeirra milli kvíslanna.
Hinn 19. júlí var um morguninn þokubræln