Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 28
22
mynduðust; hefir umbylting þessi orðið eptir að
hraunið rann, sprungurnar eru jafnhliða og stefna
frá enda Lyklafells á gíga þá suður við jökulrönd,
sem Hallmundarhraun heflr runnið frá. Þegar fjöll
þessi klofnuðu, hefir mikið gengið á og hefir sá at-
burður ef til vill einmitt orðið í þann mund, er
Hallmundarhraunsgigarnir gusu. Þegar kemur upp-
á öldurnar sunnan við Lyklafell sést að gil ganga
upp í þær; þau eru . líklega upprunalega sprungur,
sem leysingarvatn seinna hefir víkkað út; f gil-
börmunum er hraun efst, þar undir dólerft og mó-
berg neðst. Milli Lyklafells og jökulendans eru
mörg smá móbergsfell og gamalt hraun milli þeirra
i kvosunum; klöngruðumst við yfir liraun þetta að
aflöngu svörtu felli, sem næst er jöklinum; það
það stendur á liáum hjalla, er 2939 fet á hæð og er
hraun alt í kring. Gengum við sfðan upp á fel)iðt
en bundum hestana fyrir neðan; var þá farið að
hvessa og fellin í kring óðu í þoku, en þegar við
vorum nýlega komnir upp á fellið, rak þokuna al-
veg yfir með hvassviðri og rigningu. Biðum við
þar nokkra stund til þess að sjá, hvort ekki létti af,
en með því sffelt versnaði snerum við aptur; höfðum
við lítið séð austur af, það grvlti aðeins einu sinni
í Hofsjökul, en við sáum vel afsöðu Lyklafells og
fellanna i kringum það. í fellum þessum öllum er
móberg, en hraunlög mikil innan um og er hraun-
ið opt í skringilega löguðum kúlum og klöppum
innan um móbergið. 111 viðrið hélzt það sem eftir
var dags og um nóttina næstu.
Um morguninn 20. júlí var nokkurn veginn
þurt, en dimt yfir og þokubræla á fjöllum, fórum
við þá austur á Stórasand og upp á Krák. Lands-
lag norðan við Norðlingafljót er mjög tilbreytinga-