Andvari - 01.01.1899, Side 29
23
laust, eintómar gráar öldur og bungur, er þar víðast
stórgert melagrjót ofan á, en sumstaðar doleritklapp-
ir með óglöggum ísrákum. I hallanum af Sandi
niður undir Fijótsdrögin er gróður tiltölulega mikill
og víða stórar móabreiður með gráviði, beitiland
gott fyrir sauðfé. Öldurnar verða hærri og hærri
eftir þvísem nær dregur Krák og norður og austur af
honum eru þær enn hærri;öldur þessar eru svipaðar öld-
unum á öræfunum norður af Hofsjökli, byrja upp viö
Langjökul, ná vestur fyrir Arnarvatn og norður um all
an Stórasand. Isnúin dólerithraun eru alstaðarund-
Ir, koma klappirnar optast fram í hæðakollunum, en
möl og lausagrjót er ofan á í dældunum, víða eru
stórar vatnsrásir þurrar og liggja þær hér um slóð-
ir niður að Norðlingafljóti, í þeim eru stórgrýtis-
hnullungar og er ekki furða, þó fljótið vaxi á vorin
i leysingum, þegar allar rásirnar eru fullar. Krák-
ur er 2687 fet á hæð og allur úr móbergi, fjallið
er aðlíðandi með bungum og brattast að norðaustan,
útsjón er þaðan góð yfir Stórasand, en ekki er hún
fögur: eintómar öldur og öræfi. Uppi á Krák er
gróður nokkur, holtajurtir allmargar hér og hvar
milli steina; hvast var þar uppi og ilt að athafna
sig; þegar við fórum niður aftur tók veður að versna og
gerði stórviðri og rigningu, en þokunni steypti yfir;var
slæmt veður um kvöldið og nóttina, kalt og ömurlegt.
Um morguninn 21. júlí var veðrið skárra og
tókum við okkur þá upp og fluttum tjaldið að Arn-
arvatni. P’órum við fyrst norður yfir fljótið og svo
um holt og hæðir beina stefnu á Réttarvatn; lands-
lag er alveg hið sama á þessari leið eins og sunn
an til á Sandi: melar, urðir, klappir, dældir og bung-
ur, viðast er grjót mjög vindnúið á yfirborði og ís-
rákir sjást því óviða. Landslag er ljótt og tilbreyt-