Andvari - 01.01.1899, Síða 31
25
rennur Skammá úr Réttarvatni, sem fyrr var getið;
i henni er foss fyrir neðan sæluhúsið, en neðst renn-
ur hún í stokkum í vatnið; þar er opt bezta veiði,
við veiddum þegar fyrsta kvöldið nokkra væna
urriða í netstúf sem við lögðum. Annars er silungs-
veiði ágæt í öllu vatninu, hún er nú einkum stund-
uð frá Húsafelli, maður þaðan, sem lá þar við í vor,
veiddi 3700 væna silunga á 3 vikum. Skamt fyr-
ir austan mynni Skammár rennur Búðará í Grettis-
vik; hún keinur austan af' Sandi úr Valdavatni, upp
með henni liggur Sandvegur. Rétt fyrir norð-
an mynni Búðarár gengur Grettis-höfði út í vatnið;;
það eru munnmæli, að enn sjáist þess merKi á gras-
laginu, þar sem blóð rann úr mónnum þeim, er
Grettir drap. Við vesturland Grettisvíkur eru 6
smáhólmar og varp í þeim dálítið. Fyrir norðan
Grettishöfða gengur Atlavík inn, 1 hana rennur Atla-
lækur úr Atlavatni, þar er líka hólmi. Sesseljuvík
er stærsti flóinn, hún gengur til suðvesturs og er
örmjótt yfir vatnið, þar sem fiói þessi skilst frá að-
alvatninu vestan við Svartarhæð. Norðan úr vatn-
*inu, úr Sesseljuvikurflóanum, vestan við Hnúabak,.
rennur Austurá gegnura mörg krókótt smávötn, sem
kölluð eru Lón; Austurá er afrensli Arnarvatns
og rermur niður í Miðfjörð. Af Svartarhæð er mjög
fagurt að líta yfir vatnið, tilbreyting töluverð af'
hæðurn og höfðum, silungar vaka um vatnið alt,
stórir hópar af álftum synda á víkunum og sum-
staðar andir með fjölskyldur sínar. Undan sólu voru
hér margir skaflar nærri niður undir vatn, en þó
gróðrarbrekkur víða milli, kindur voru þar margar,
heitt var seinni hluta dags og lágu kindurnar víða
ú sköflunum til þess að umflýja hitann og mýið, sem
var æði-áfjáð. Af Svartarhæð sést til ýmsra ann-