Andvari - 01.01.1899, Page 32
ara vatna norður og vestur af Arnarvatni; Grunnars-
sonavatn er næst, það er allstórt og breiðara í suð-
urendann, Hliðarvatn er vestur af því og öldur á
milli, en úr báðum renna lækir norður í smávötn,
sem heita Stripalón og eru þar hin fyrstu upptök
Lambár, sem eftir langa krókaleið gegnum mörg
vötn rennur i Kjarrá. Hallinn er svo lítill hér á
heiðunum, að kvfslirnar úr vötnum renna allavega á
misvixl, enda veitir héðan vatni í ýmsar áttir,
niður 1 Hvítársíðu og Þverárhlið, Hrútafjörð og Mið-
fjörð.
Næsta dag (22. júli) fluttum við okkur vestur
að Ulfsvatni, riðum fyrst veginn suður Svartarhæð
og um Hraunamó, þar rennur lækur, sem heitir
Leggjabrjótur í Leggjabrjótstjarnir, og rennur svo úr
þeim i Veiðitjörn; við fórum fram með henni; þar er
grösugt og fagurt land, tjörnin er mjög grunn og í
henni tveir hólmar. Ur veiðitjörn renriur lækur i
Arfavatn hið syðra, fórum við með honum og svo á
milli Arfavatnanna, milli þeirra er stuttur lækur,
riðum við svo um holt að mýrarslakka að Úlfsvatni
og tjölduðum við veiðimannaskála norðan við vatn
ið. Urðaröldurnar og hæðirnar norðan fljóts frá
Arnarvatni suður að Þorvaldshálsi eru kallaðar Arn-
arvatnshæðir og syðsti tangi þeirra milli Norðlinga-
fljóts og ár þeirrar, sem nefnd er Refsvena, heitir
Hæðasporður. Ha;ðir þessar eru allar úr isnúnu dó-
leríti, en möl og stórgrýti viða ofan á, f'járbeit er
þar góð i lautunum. Syðst i Ilæðasporði norðan við
Norðlingafljót heita Laugahólar og Laugahólaflói,
þar kvað vera litilfjörlegar volgrur og hvergi ann-
arsstaðar vita menn urn laugar hér á heiðunum.
Vestan i Arnarvatnshæðum eru mörg vötn og liggja
hin stærstu i röð suður eftir. Vestur af Hliðarvatm,