Andvari - 01.01.1899, Page 33
27
sem fyr var getið, er Olafsvatn, þar fyrir sunnan
Arfavatn nyrðra og syðra, þá Arnarvatn litla og
svo Stóralón, rennnr kvisl gegnum vötn þessi öll
út í Norðlingafljót við Hæðasporðinn; kvísl þessi
heitir Refsvena, sem fyrr var getið. í Arfavatn
syðra rennurlækur úr Leggjabriótstjörnum og Veiði-
tjörn og í Arnarvatn litla lækur úr Krummavatni,
það liggur austar og Jónsvatn þar nærri. Austan í
Hæðasporðinum er Kúts-tjörn nokkuð fyrir sunnan
Álftakrók.
Ulfsvatn er stærst allra vatna hér á heiðun-
um næst Arnarvatni, það er aflangt frá austri til
vesturs og mun vera tæp mila á lengd, en V4-1/8
úr milu á breidd, það er ekki mjög vogskorið, vík-
ur og nes eru stutt, dýptin er ekki meiri en 1 — U/2
faðmur, og er mest fyrir austan Kopravíkurhólma.
Verður Ulfsvatn oft, eins og önnur vötn hér á heið-
■unum, mjög gruggugt, þegar hvast er, aí því bylgj-
urnar ná niður í botn. Næst ströndu er stórgrýti í
vatnsbotninum, en leirbotn utar. í Úlfsvatni eru b
hólmar, austastur Austurriðahólmi, svo Þúfuhólmi,
Úlfshólmi, Kopravikurhólroi og Móahólmi vestastur.
1 Úlfshólma er forn skálarúst og garður gamall
kringum allan hóimann og segja menn að hann sé
leifar af fornri víggirðing Landið í kringum Úlfs-
vatn er lágt, eintóm holt og flóar, Grilsbakkaá renn-
nr i vatnið að norðan, hún kemur úr Hávaðavatn-
inu syðra, en þangað kemur kvisl úr Gunnarssona-
vatni, Hlíðarvatni og Strípalónum, sem fyrr var get-
ið; vestur úr vatninu rennur Úlfsvatnsá gegnum
'Grunnuvötn til Lambár, þar er vatnaklasi við vest-
urhorn Úlfsvatns, Kvislavatn syðra, úr því rennur i
úna milli Grunnuvatna; Þiðrikstjörn, úr henni renn-
'ur í Grunnavatn nyrðra, og Hólmatjörn, lækurjúr