Andvari - 01.01.1899, Page 35
29
i dalina. A Tvídægru er gróður alstaðar mikill
•einsog í sveit, mýrgresi á flatlendi, en lyng og mosi
á holtum. Með norðanátt er þokubræla með sudda
algeng á Tvidægru, færist þokan upp úr Miðfirði og
Hrútafirði inn yfir heiðina og er þar opt niðamyrkur
yfir flóunum, þó bjart sé í kring. Með kvöldinu
leggur mjög oft, þó gott sé veður, hvíta þoku úr fjörð-
unum suður í Vatnaflóa, stundum kemst hún
eigi lengra en suður að Hraungörðum, en stundum
leggur hana suður vfir, ríiður á brúnir i Hvitársíðu.
Urðhæðir liggja 1590 fet yfir sævarmáli; sér
þaðan vel yfir vesturheiðina, yfir vötnin og tjarnirnar,
flóana og hin krókóttu síki railli vatnanna; urðar-
blettir sjást á stöku stað, en aðallandið milli vatn-
anna eru foræðisflóar; sakir sléttlendis er afrensli
lítið og örðugt, svo varla er hægt að sjá vatnaskil;
ef lína er dregin frá Urðhæðum íyrir norðan Slétta-
fell á Snæfjöll mið, þá mun það vera nærri lagi, að
vötnum deili um hana, þeim, er falla suður til
Kjarrár, og þeim, er renna norður í Hrútafjarðará
og Vesturá í Miðfirði. Fyrir vestan heiðaflatneskj-
urnar blasa við Baula og fjöllin norður af henni,
Snæfjöll og Tröllakirkja við Holtavörðuheiði, og norð-
ar ber mest á Sléttafelli; það er breið bunga eigi
nijög há, en allmikil fyrirferðar, upp af Vesturárdal
í Miðfirði; Lækjabær, efsti bær í þeim dal, er við
norðausturrana Sléttafells. Það er ekki ólíklegt, að
Sléttafell sé eldfjallsbunga, sem gosið hefir dólerít-
hrauni fyrir ísöldina, útlitið bendir til þess, og al-
staðar eru dólerithraun hér undir á heiðunum, þó
koma þau hvergi fram á Tvidægru, þar er svo mik-
ið lausagrjót, jarðvegur og mýrar ofan á. Önrmr
svipuð, kúpuvaxin hæð, miklu minni, er suður á heiði;