Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 36
ao
það er Dofinsfjall vestur af Kvíslavötnum. Ekki er
hægt að segja annað en að landið er hér mjög ljótt
og sviplítið, vötnin bæta þó dálitið úr Veiði er
nokkur í þeim flestum, en ekki eru nema 30— 40 ár
síðan að menn fóiu að hafa báta við vötnin, fyrrum
veiddu menn að eins á vetrum upp um ís. Berg-
þór á Þorvaldsstöðum byrjaði fyrst netaveiði á bát-
um. Nú veiða menn heizt á vorin, þegar is leysir
af vötnum, og á haustin frá því í 20. og 21. viku
sumars til rétta; sumir veiða líka á vetrum með
dorg, krækja silunginn. Langmestan silung veiða
menn nú i Arnarvatni og Ulfsvatni; menn
veiða líka í Kvíslavatni nyrðra, Grunnuvötn-
um, Veiðitjörn, Krókavatni og Reykjavatni; alstaðar
er eitthvað af silungi, að minsta kosti i þeim vötn-
utn, sem eitthvað afrensli er úr. Skála hafa menn
víða bygt fyrir veiðimenn og leitamenn, þeir erúnú
við Úlfsvatn, Kvíslavatn nyrðra, Reykjavatn, Arnar-
vatn minna og við Arnarvatn mikla hjá Skamtná,
en skálarúst er við Sesseljuvik. Upp eftir Þverá
gengur lax mikill, á þessi rennur sem kunnugt er
uiður Þverárhlíð og í Hvítá hjá Neðranesi, upp frá
heitir hún ýmsum nöfnum: Örnólfsdals á fyrir ofan
Norðtungu, en Kjarrá uppi á heiði, í hana fellur
Lambá og eru Lambatungur á milli ánna, þar er
afréttarpláss, sem Gilsbakkakirkja á og hefir uú
leigt Bæjarsveit til uppreksturs; eftir Lambatungum
gengur holtahryggur, en mýrar eru þar beggja meg-
in. I Lambá gengur lax að eins upp að Lambár-
fossi neðst í Lambatungum, en í Kjarrá alt upp í
Langavatnskvísl og jafnvel upp í Skjaldatjörn og
Kvislavatn nyrðra, í því veiddist í hitt eð fyrra lax
einn vetrarleginn, ákaflega magur, varla annað en