Andvari - 01.01.1899, Síða 37
31
haus og hryggur. Þar sem Langavatnskvísl kemur
í Kjarrá er ágætt hagapláss, sem heitir Starir.
Eins og fyrr var getið sést mesti sægur vatna
af Urðhæðum, hinum stærri hefir flestum verið nafn
gefið, en ótal vatnspollar og tjarnir eru nafnlausar.
Á milli Úlfsvatns og Urðhæða er Urðhæðavatn, úr
því rennur gegnum Kvislavatn nyrðra og Skjalda-
tjörn til Kjarrár. Til vesturs sést í Vatnaflóa og er
þar aragrúi af vötnum smáum og stórum, þar er
Flóavatn stóra, í það rennur lækur úr ýmsum smá-
vötnum,hann heitir Dauðsmannskvísl og kemur sam-
an við Álftakvísl; úr Flóavatni rennur kvisl suður i
Langavatn og þaðan Langavatnskvísl i Kjarrá; vest-
ur af Langavatni er Hrólfsvatn og Króksvatn, norð-
ur og vestur af Fióavatni er Nautavatn, en austar
Króksvatn nærri Sléttafelli, úr Nautavatni rennur í
Hrútafjarðarlón og úr þeim kemur Hrútafjarðará, en
úr Króksvatni rennur lækur í Vesturá. Norður og
norðaustur af Urðhæðum sjást ekki eins niörg vötn,
en þó nokkur, þar er Hávaðavatn nyrðra og Ketii-
vatn, úr þeim rennur langur og krókóttur lækur,
gegnum margar smátjarnir, til Vesturár, hann heitir
Blöndukíll, þá er ennfremur Hólmavatn, úr þvi kem-
ur Núpsá. Til suðurs sést Grunnuvatna-klasinn, suð-
vestur af Úlfsvatni, og hefir þeirra fyrr verið getið.
I Hraungörðum og Urðhæðum virðist vera eintómt
lausagrjót, eg sá hvergi fasta klöpp, líklega eru
hæðir þessar gamlar jökulöldur. í Urðhæðum fann
eg mikla jarðskjálftasprungu, hún stefnir til aust-
norðausturs (N 70° A) og er nærri fjórðungur mílu
á lengd; hvergi sá eg i henni íast berg og er hún
þó víða djúp, suðurbarmurinn er viðast meir siginn,
sumstaðar 6—7 fetum lægri en hinn nyrðri.
Kringum Úlfsvatn eru urðir og holt og mýrar-