Andvari - 01.01.1899, Side 38
32
sund á milli, hvergi fastar klappir, en smágrjót og
stórgrýti er nærri eingöngu dólerit, einstöku mó-
bergsmoli sést þó á stangli innan um ísaldarruðn-
inginn. Ulfsvatn liggur 1444 fet yfir sævarmáli og
er gróðurinn í kringum það mjög svipaður þvi, sem
er í bygð, enda er veturinn hér hvorki mjög harð-
ur né langur eftir því semáfjöllum gerist. Kveisu-
gras (Viscaria alpina) er hér miklu algengara en eg
hefl séð nokkursstaðar annarsstaðar; sumstaðar eru
fjallaplöntur á strjáliugi í blettum innan um bygða-
gróðurinn, einkum þar sem skaflar haldast lengi
undir holtabörðum. Skötuorma og vatnsflær sá eg
hér færri í mýrapollum en eg bjóst við. I mýrun-
um hér í kring eru víða, eins og oft er á heiðum,
margar einkennilegar þúfur, er sumir kalla »hauga«,
en sumir »rústir«. Þúfur þessar eru mjög stórar,
oftast aflangar og mjög óreglulegar í laginu, að of-
an eru þær oft gróðurlausar, eintóm mold og leðja,
eins og þær hefðu bólgnað upp og sprungið, utan í
þeim er oft lyng og holtagróður, en mýragróður i
lægðunum milli þeirra. Eg mældi nokkrar slíkar
þúfur nærri Ulfsvatni, þær voru 2—4 fet á hæð,
50—60 fet á lengd og 20—30 fet á breidd. Sum-
staðar er það auðséð, að jarðvegurinn ofan á »haug-
unum« hefir sprungið í sundur, sprungnar jarðvegs-
pörur liggja ofan á og hefir leðjan að neðan gubb
ast upp milli þeirra. Oft eru haugar þessir í slétt-
um mýrum, sjaldnar þar, sem jarðvegur hefir aðrar
misjöfnur. Mér hefir dottið i hug að rústir þessar
væru myndaðar á þann hátt sem hér segir, án þess
eg þó vilji alveg fullyrða það; til þess er málefnið
alt of lítið kannað. A vetrum eru mýrarnar frosn-
ar, en á vorin þiðnar jarðvegurinn smátt og smátt
niður eftir; þó helzt klakalag í jörðu alllangt fram