Andvari - 01.01.1899, Page 40
34
þorna þó aldrei alveg upp; þar suður af er Þiðriks-
tjörn; úr henni rennur í Grunnavatn efra, en í hana
Silungslækur; þá er til suðvesturs Hólmatjörn, mjög
nesjótt að norðan, úr henni rennur í Lambá. Síð-
an fórum við um Hagldamó; þar eru líka tjarnir, það-
an sést niður í Hæðasporð, hann er mjög mjór
neðst og þar er dálítill hlykkur á Norðlingafljóti, er
Refsvinna (eða Refsvena) rennur í það. Alftir voru
hér margar á tjörnunum, sumstaðar í flokkum; á ein
um stað sé eg 18 í hóp, þær voru farnar að fella fjaðr-
ir og fjaðrirnar dreifðar um móana hér og hvar. Þvi
næst komum við að Þorgeirsvatni, sem er alllangt,
þar fyrir neðan er Þorgeirstjörn, úr þeim rennur
Svínalækur niður í Norðlingafljót við suðvesturend-
ann á Þorvaldshálsi; ennfremur fórum við fram hjá
tveim Þorvaldsvötnum; úr þeim kemur Litla Fljót,
en í það rennur kvísl úr Fiskivatni og Kleppsvatni,
sem eru austar. Fórum við síðan niður daladrög
Þorvaldsdalsins, er þar alstaðar lausagrjót í holtum
og mýrlendi ofan á; síðan niður dalinn. Ain sker
sér djúpt gljúfur í dalnum og ýms eru þar þvergljúf
ur, blágrýti er í gljúfrunum og rautt gjall sumstað-
ar í lögum á milli, en neðarlega í dalnum fer að
bera á liparíti, enda er töluvert* stór líparitblettur
í Sandfjöllum upp af Fljótstungu; í gili einu austan
ár nærri Fljótstungu (Drangagili) eru fagrar liparit-
súlur, en hrafntinnumolar finnast á víð og dreif um
raelana við ána og í giljunum. Þar eru líka nokkr-
ir kúlusteinar, sem »baggalutar« kallast eða »hreðja-
steinar«, einsog í Álftavík eystra1. í liálsinum út af
Kalmanstungu er lika líparít og eins upp af Húsafelli.
Næsta dag fórum við frá Fljótstungu niður að
1) Andvari XXI. bls. 19.