Andvari - 01.01.1899, Page 41
35
Gilsbakka, svo yfir Barnafossbrú; þar eru mjög ein-
kennilegar jarðmyndanir í gljúfrinu, sem hér yrði
of langt að lýsa; svo fórum við niður hjá Stóraási
og yfir hálsinn að Reykholti og siðan niður í Borg
arfjörð. Nýja fjallaferð byrjaði eg úr Flókadal 30.
júlí. Flókadalur er mjög breiður og þó iágir háis-
ar beggja vegna; dalbotninn er ekki sléttur, því röð
af háum melholtum er eftir miðjum dalnum og skift-
ir honum í tvent, rennur Flóka í syðri dalnum, en
Geirsá í hinum nyrðri. I lægðum á melhálsinum,
sem liggur eftir miðjum dalnum, eru 4 vötn, öll lítil:
Skógavatn, Bláfinnsvatn, Þrándarvatn og Laugutjörn;
i Bláfinnsvatni segja menn að sé einkennilegur sil-
ungur með mör í (!). Flókadalur fláir út á báða vegu
og eins er efri hluti dalsins jafnhallandi upp á há-
lendi. Landslag er ljótt og sviplitið, holt, ásar og
mýrasund; þar eru 3 bæjaraðir, ein á hálshryggn-
um milli ánna og hinar tvær í árdölunum. í dal-
mynninu eru blágrýtishjallar; hafa árnar orðið að
grafa sér gljúfur gegnum þá og eru þar fossar og
hávaðar, sem laxar og silungar ekki fara upp fyrir.
Neðan til i dalnum að sunnanverðu er Ambáttar-
hóll, sem sési víða að; þar bjó Guðný dóttir Snorra
prests á Húsafelli lengi í kofa og var einsetukona,
þótti forneskjuleg og hjátrúarfull. Hinn 30. júlí
fórum við frá Hæli í Flókadal upp að Skotmanns-
fellí fyrir sunnan_ Ok og höfðum Ásgrím bónda i
Skógum okkur til fylgdar; hann er gagnkunnugur
4 fjöliunum, af því að hann hafði fyrrum lengi búið
í fjallabýli hjá Reyðarvatni, sem nú er í eyði. Á
hjöilunum í efri hluta Flókadals upp af Hæli eru
breiðar öldur og skiftast þar á holt, mýrar og mó-
ar með fjalldrapa; isborin lausaurð er alstaðar
undir jarðvegi, en við Flóku sést berg það, sem er
3*