Andvari - 01.01.1899, Side 42
36
aðalefni hálshryggjanna, því þar eru fastar dolerít-
klappir; áin heflr skorið sig gegnum lausagrjótið nið-
ur í klöpp. Hálshryggurinn milli Flóku og Geirsár er
gamalt ísnúið hraun með miklum ísaldaruðningi of-
an á; hefir stórt hraun frá Oki runnið niður í Flóka-
dal fyrir ísöld og árnar renna fram með röndum
þess beggja vegna. Af þessu sést, að Flókadalur
hlýtur að vera eldri en ísöldin; isnúið hraun gæti
ekki verið í dalbotninum nema dalurinn hefði ver-
ið myndaður áður. Ýmsir jarðfræðingar hafa hald-
ið því fram, að dalirnir hlytu að mestu leyti að
vera myndaðir og útholaðir af jöklum isaldarinnar;
en bæði Flókadalur og aðrir dalir á Suðurlandi
sýna, að þeir eru miklu eldri. Dólerít-hraun það,
sem runnið hefir niður í Flókadal, er breiðast upp
í daldrögum, en mjókkar, er kemur niður í dalinn;
á hrauninu sjást sumstaðar enn reglulegir gárar á
yfirborðinu eftir renslið. Við riðum upp með kvísl-
um, sem renna sunnan í Flóku, upp i Engjadali;
það er löng dæld milli aldna á hálendinu og eru
þar víðáttumiklar mýrar með tjörnum; síðan fórum
við'um hæðahryggi norðan við dalina að Skotmanns-
felli og tjölduðum við hið vestra Skotmannsvatn,
1090 fet yfir sjó; þar eru tvær tjarnir eða smávötn,
sem svo heita. Hér er alstaðar mjög mikill gróður,
lynggróður i börðum og mýrar í lautum. Veðrið
var slæmt um daginn með þokubrælu og rigningu,
en dálftið létti til um kvöldið og gekk eg þá upp á
Skotmannsfell til þess að skygnast um; fjallið er ó-
reglulega lagað og 1400 fet á hæð yfir sjávarmál;
það er úr móbergi, sem sést i giljum, en annars
er mest lausagrjót ofan á og sumstaðar stór laus
dólerítbjörg uppi á fjallinu, móbergið er ísnúið og
hefir jökull á ísöldunni gengið yfir fjallið. Utsjón