Andvari - 01.01.1899, Page 43
87
er þaðan allgóð um hálendið í kring, sést þaðan vel,
að stórkostlegir hraunstraumar hafa runnið frá Oki
fyrir ísöldina og ganga þeir eins og ávalir hálsa-
hryggir suður eftir heiðunum og eins vestan við
Fanntófell niður að Reykholtsdal og Flókadal; hraun
þessi hafa klofist um Skotmannsfell; djúp dæld með
gróðrartorfum og gilgrafningum liggur fyrir norðan
fellið upp undir Fanntófell og heita þar Skurðir; lik-
lega hefir fellið verið stærra fyrir isöldina, en iökl-
arnir hafa eytt töluverðu af þvi, sökum þess, að
bergtegundin var svo mjúk. Kambar þeir eða háls-
ar, sem ganga fram til bygða milli dalanna, eru
dálítið hærri en hálendið bak við, og eru þeir úr
blágrýti, en hálendið er úr móbergi og dólerít ofan
á; móberg er í fjöllum þeim, sem upp standa, en
dóleríthraunin hafa runnið kringum þau. Heiðarnar
fyrir ofan dalina kalla sumir enn Bláskógaheiði; beit
er þar víða ágæt og er mælt að þingmenn til forna
liafi látið gæta hesta sinna hingað og þangað á fjall-
inu, meðan þeir voru á þingi. Brekkur eru hér víða
rajög fagrar, vaxnar lyngi og víði; svo er t. d. við
Skotmannsvötn; kringum tjald okkar voru brekk-
urnar alvaxnar gulvíði mjög þéttum, en ekki var
hann nema 2—3 fet á hæð; innan um hann var
raikið af reyrgresi og háum fjallafífli; fuglar eru hér
margir, einkum himbrimar, lómar, kjóar og liávell-
ur, veiðibjöllur fljúga stundum yfir, en mjög fátt
er hér um álftir, að minsta kosti í samanburði við
Tvídægru og Arnarvatnsheiði.
Næsta dag (31. júlí) birti til um morguninn og
riðum við þá á stað til þess að skoða hraunin kring-
um Ok og Kaldadal; fórum við fyrst suður og aust-
ur fyrir Skotmannsfell eftir dældinni, sem er í kring-
um það; í henni eru mýraslakkar, en fyrir austan