Andvari - 01.01.1899, Síða 44
38
taka við dóleríthryggir allháir og heita þar Alfta-
klettar. Riðum við nú um háa og breiða hryggi og
stefndum sunnanvert við Fanntófell, eru hryggir
þess og ásar eintóm hraun frá Oki; víðast er möi
ofan á, fast berg sést aðeins á stöku stað; öldurnar
eru svipaðar og á Sandi og Eyfirðingavegi, enda er
þar hin sama jarðmyndun. Á háholtunum er mölin
smágerð og hörð, stundum þó stórgerðari; í hana
eru oft miklar frostsprungur, og smágrjót og hnull-
ungar hafa fokið ofan í þær; sumstaðar er fast
hnullungaberg ofan á, sem myndast hefir á ísöld-
inni. Suður af Fanntófelli eru víða dólerítklappir
fagurlega fágaðar og ísrákir á þeim allglöggar frá
austri til vesturs. Dólerítið klýfst i stóra stuðla,
sem stundum eru 6-strendir, stundum 4- eða 5-
strendir; súlurnar eru afarstórar, opt 4-5 álnir að
þvermáli; stórum grettistökum er stráð um klappirn-
ar, en ekki er grjót hér eins vindnúið einsog fyrir
norðan jökla. í Skurðum upp af Skotmannsfelli er
graslendi allmikið og víða er hér gras í dældum á
lægri grjótunum niður undir Reyðarvatn; hinirhærri
holtahryggir eru graslausir og aðeins fáar holta-
plöntur á stangli. Ok er afarmikil bunga milli
Reykholtsdalshálsanna og Kaldadals; fjallið er 3787
fet á hæð og mjög svipað Skjaldbreið að lögun,
enda eru fjöllin mynduð á sama hátt: gömul eld-
fjöll með »dyngju«- lagi, en Ok er miklu eldra, mynd-
að fyrir ísöld og hefir ekki gosið síðan. Skjaldbreið
er mynduð eftir ísöld og er ungbarn í samanburði
við Ok, en hefir þó eflaust hætt að gjósa mörgum
öldum fyrir landnámstlð. Hraunin frá Skjaldbreið
eru aftur miklu eldri en hraunin frá Tindaskaga
og Hrafnabjörgum, sem runnið hafa í tveim breið-
um fossum yfir Skjaldbreiðarhraunin hin neðri