Andvari - 01.01.1899, Page 45
39
og niður í Þingvallavatn. Þingvallahraun eru
alls ekki komin frá Sjaldbreið; það sést vel af hæð-
um eða fjöllum fyrir vestan hraunin. Jónas Hall-
grímsson eignar Skjaldbreið Þingvallahraunið; en
hið dýrðlega kvæði hans verður sama snildarverkið
fyrir það, þó að skáldið hafi ekki veitt þessu eftir-
tekt. Ok er rajög fögur og vegleg bunga, einkum
séð langt að t. d. af Tvídægru eða Arnarvatnsheiði;
jökull allmikill er á fjallinu að ofan og er hann
fannhvitur og bungan eins regluleg og eggjaskurn;
röndin á þessari breiðu hjarnþúfu leysist upp í
smáskafla niður eftir hliðunum, svo tjallið er fyrir
neðan snælinu blettótt, einsog pardusfeldur; alveg
eins er Skjaldbreið, þegar snjór er á henni. Hallinn
á Ok-bungunni er mismunandi; til austurs er hann
ofan til aðeins 2°, til suðvesturs 8—10°. Aður en
gosin byrjuðu og Okið varð til, hafa ýms móbergs-
fjöll verið á hálendisröndinni norðvestur af Kalda-
dal; milli þeirra byrjuðu gosin og svo hlóðst upp
stærri og stærri hraunbunga kringum uppvarpið,
er loks varð svo fyrirferðarmikil, að hún huldi mik-
inn hluta móbergsfjallanna og hreykti kollinum
miklu hærra en þau höfðu nokkurn tíma gert. Sum
af móbergsfellum þeim, sem liggja undir Okinu, sjást
enn; þau teygja múlana út úr hraundyngjunni; mest
ber á þeim að sunnan og vestan. Fanntófell er al-
kunnast af fellum þessum; það er bratt móbergs-
fjall, sem stendur einsog höfði suður úr Okinu;
annað móbergsfjall er þar að norðaustan og hefir
meginþorri þeirra hrauna, sem runnið hafa suður
að Reyðarvatni, komið niður um slakkann milli
þessa fells og Fanntófells. Þar sem sést í Okið milli
fellanna er það mjög svipað yngri eldfjöllum t. d.
dyngjunum f Ódáðahrauni; fannir sjást þar á strjál-