Andvari - 01.01.1899, Side 47
41
þeim og hrinur niður og er í hlíðunum fyrir neðan
skriður af hröpuðu grjóti, snjó og jökulklettum, norð-
ar koma niður 4 smájöklar, mjög brattir, og síðan 3
stærri, sandar eru Í57rir neðan þá og úr þeim renna
iækjarkvíslar norður í Geitlönd. Meðan við vorum
að fara norður Kaldadal var þurt veður, mjög þung-
búið loft í suðri, vindur á sunnan-landsunnan, en
efst á Langahrygg var norðankul og skafheiðríkt
og glaða sólskin norður um heiðar; það er oft svo,
að veðramót eru liér á Kaldadal og það mun oft
hafa verið þetta sumar og sumarið fyrir (1897); tví-
veðrungur var oftast i lofti, norðanátt og sunnan-
vindar voru jafnan að berjast um yfirráðin og veitti
ýmsum betur; veður var þvi bæði þessi sumuróstilt
og rigningasamt; þegar við aftur komum suður und-
ir Kerlingu tók að rigna og hvessa mjög og hélzt
það veður seinni hluta dags og um nóttina. Oveðr-
ið var á landsunnan og eru þau veður einua hvöss-
ust og lökust hér á heiðunum.
Daginn eftir (1. ágúst) var dimt loft með
suddarigningu; fór eg þá suður að Reyðarvatni tii
þess að skoða það. Fórum við austur með Skot-
mannsfelli og austur fyrir eystra vatnið, svo um
móa og mýrar að Reyðarvatni; á leiðinni er lítii á,
setn beitir Kaldá; hún kemur úr fióunum milli Skot-
mannsfelis og Álftakletta og rennur í Grímsá; í
Kaldá rennur lækur úr Skotmannstjörnum. Reyðar-
vatn er allstórt vatn bak við Þverfell og líklega æði-
djúpt; menn hafa ekki fundið botn með 12 faðma
fseri; austan að því eru háir dóleritásar, en Þverfell
íið vestan; má vel vera, að skál sú, sem vatnið er nú
í, hafi fyrir ísöld verið full af móbergi og jöklar að
íiustan hafi sópað móberginu burt, eða ef til viii
heldur, að jöklarnir liafi grafið skálina í móbergið,