Andvari - 01.01.1899, Page 48
42
er Þverfeli stóð beint fyrir; við norðurenda Þver-
íells og Reyðarvatns er ákaflega langur og mikill
lausagrjóts-háls eða hryggur, sem líklega er jökul-
alda, mynduð af grjóti þvi, er jöklarnir grófu upp,
er Reyðarvatn myndaðist. Við austurströnd Reyð-
arvatns ganga tveir höfðar út í vatnið; heita þeir
eftir ám þeim, sem í vatnið renna: Leirárhöfði og
Fossárhöfði. Fossá er örstutt, hún kemur úr lindum
miklum undan ásunum, fellur með stórum fossi nið-
ur í vatnið og er vatnsmikil; þar var fyrir 30 árum
býli samnefnt, sem síðan er í eyði. Leirá kemur
líka norðaustan af grjótunum og rennur í vatnið
skamt fyrir sunnan Fossá; í Reyðarvatn rennur og á
úr Brunnavatni. A dóleritásunum er vatnslaust,
vatnið hripar gegn um dóleríthraunin, eins og önn-
ur hraun, og kemur svo fram í lindum við hraun-
randirnar. Úr Reyðarvatni kemur Grimsá og er
þegar allvatnsmikil, er hún rennur úr vatninu, og
eru hávaðar og smáfossar i henni litlu neðar. Kipp-
korn niður með ánni er býli, sem heitir Gullbera-
staðasel, svo kemur Lambá í hana, hún rennur fyr-
ir vestan Skotmannsfell og kemur upp í Syðri Skurð-
um. Fyrir neðan ármótin eru háir íossar, meðal
þeirra Hrísbrekknafoss og Jötnabrúarfoss, ekki geng-
ur lax upp fyrir þá, en mikill silungur er í Reyðar-
vatni. Sögu heyrði eg um það, að tveir menn sinn
i hvort skifti hefðu átt að draga ódrátt í Reyðar-
vatni, gylta spröku, en þorðu eigi að draga og skáru
á færið; sögumaðurinn sagði að forsjónin hefði sett
slík eiturkvikindi í flest veiðivötn, til þess að eyða
úr þeim eitruðum dömpum, sem annars gætu orðið
skaðlegir fyrir silunginn (!).
Næsta dag tókum við okkur upp frá Skot-
mannsvötnum oghéldumniður í Lundarreykjardal og