Andvari - 01.01.1899, Síða 49
43
þaðan í Skorradal. Við botninn á Lundarreykjardal
keraur blágrýtið frarn undan móberginu, þegarÞver-
felli sleppur; það fjall er alt úr móbergi og þussa-
bergi og sýnist að miklu leyti myndað eftir að dal-
urinn var orðinn til. Inst í dalnura er bæirnir Þver-
fell og Gilstreymi. Við fórum yfir dalinn á skáupp
hlíðina fyrir utan Gilstreymi og svo yfir hálsinn; háls
þessi er nokkuð hærri og breiðari en hinn, sem er norð-
an megin dals, en báðir eru þeir þó litlir; uppi á þeim
eru holt með flóum og mýrasundum á milli; þegar
komið er upp á hálsa, hverfa dalirnir sýnum, því
þeir eru í sjálfu sér tiltölulega mjóar skorur inn í
fjöllin, en hálendið sýnist ósundurslitið heiðaland,
svipað norðurheiðum. Við fórum niður að Efstabæ í
Skorradal, þar rennur Fitjaá niður dalinn og kemur
úr Eiríksvatni uppi á heiðinni. Sunnan við dalinn
eru uppi á brúnum háar blágrýtisbungur, hærri en
hálendið bak við; þvi hafa dólerithraun hér ekki
getað komist niður í dalinn. Blágrýti er hér í báð-
um dalshlíðunum og er halli laganna meiri inn á
við en venja er til, sumstaðar eru þar lfka móbergs-
og hnullungalög miili blágrýtislaganna, einkum við
árgljúfrin niður af Sarpi. Þar er foss í Fitjaá, sem
kallaður er Keilufoss, en kvað áður hafa heitið Sarp-
ur; er munnmælasaga til um nafnið. Það er sagt,
að landnámsmaður á Sarpi hafi mælt svo fyrir, að
enginn mætti veiða í kerinu undir fossinum nema
til daglegrar soðningar; en er eitt sinn var út af
brugðið,veiddist þar keila, ógurlegur ódráttur, og tók
þá fyrir alla veiði. Fagrar engjar eru við mynni
Fitjaár, þar sem hún kvíslast út í vatnið, og hlíðin
norðan vatns fyrir utan Fitjar er skógi vaxin upp
á brúnir. Áður var skógur allmikill ofar, i Bakka-
kotslandi, en er nú allur af. Næstu nótt gistum við