Andvari - 01.01.1899, Síða 50
44
hjá Birni bónda í Vatnshorni; er sú jörð ágætlega set-
in og hefir bóndi gjört þar mjög miklar jarðabætur.
Iiinn 3. ágúst fórum við f'rá Vatnshorni upp að
Hvalvatni, riðum upp suðurhlíð dalsins upp með
Skúlagili; gil þetta er mjög stórt og hrikalegt og
þverhníptir blágrýtishamrar á báða vegu, blágrýt-
islögin hallast inn á við (5—8° til suðausturs) og
railli þeirra eru víða rauð gjalllög. Hinn efri endi
Skorradals eður daldrögin efstu ná alla leið upp und-
ir Eiríksvatn, er Fitjaá kemur úr; nærri því vatni
er býli eitt í daldrögunum, sem heitir Vörðufell.
Sunnan við dalsendann gegnt Efstabæ er fjallið upp
af' Botnsheiði mjög hátt og eru þar efst á því tvö
bunguvaxin fell: Bollafell austar, en Skúlafell vest-
ar, og liggur Skúlagil niður með því. Sunnan við
f'ell þessi er annar hryggur, mjög hár, hann heitir
Veggir, þar eru blágrýtisstallar hver upp af öðrum
og er hryggurinn tilsýndar eins og afarmikill hlað-
inn veggur. Suður af' Veggjum, milli þeirra, Hval-
f'ells og Súlna, er dæld mikil og í henni Hvalvatn.
Frá Skúlagili riðum við beina stefnu yfir Botnsheiöi
f'yrir vestan Skúlafell og Veggi til Hvalvatns. I
lægðunum vestan við Veggi eru víðáttumiklir fúa-
fióar, sem ná niður að Hvalfjarðarbrúnum en vest-
ar hækkar Botnsheiði aftur og eru þar hæðabungur,
sem heita Skjálfandahæðir. í íióunum er gróður
fremur háfjallalegur, svipaður eins og sumstaðar á
Tvídægru. Við fórum austast um fióana og var þar
ruddavegur, vfða ótræði, fúinn jarðvegur og urð und-
ir, en sumstaðar skurðir og dýjavermsl; síðan riðum
við utan í suðvesturhorni Veggja og svo niður að
Hvalvatni, sem er 1289 fet yfir sjó. Útsjón er hér
einkennileg niður til Hvalfjarðar, þverhnípi alstað-
ar fram af hömrum og núpum, en 'hver múlinn