Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 51
45
teygir sig fram fyrir annan: Þyrill, Akrafjall, Múla-
fjall og Reynivallaháls, en þar austur af ber Kjölur
hæst og liggur þar mikill snjór á efstu bungum. Úr
Hvalvatni rennur Botnsá og er hún mjög stutt niður
að brúnum, i henni er neðar hár og fagur foss, sem
heitir Glymur. Hvalfell er einstakt fell, skamt fyr-
ir ofan brúnir, og snarbratt á alla vegu, en flatt að
ofan með litlum hnúð í miðju; það er úr móbergi, ó-
reglulega lagskiftu, og hellar og skvompur inn í það
hér og hvar. Súlur eru þar suður og austur af, á
kaflega mikill og hrikalegur tindaskagi, með stórum
sköflum að norðan í hinurn djúpu botnum, er skerast,
inn á milli tindanna og eggjanna. 011 er náttúran
kringum Hvalvatn tröllsleg og skuggaleg; hvilft sú,
semvatniðer i, er djúpur bolli niður i blágrýti, sjást
randir blágrýtislaganna bogadregnar í hliðunum upp
af vatninu; neðsti hluti Súlua er úr láréttum blá-
grýtislögum, en yfirbyggingin er öll úr móbergi; eins
er blágrýti í hálsinum, sem fyrir austan vatnið geng
ur frá Súlum að Kvígindisfelli; líklega hefir vatns-
bollinn fyrrum verið fullur af móbergi, en jöklar ís-
aldarinnar hafa rutt þvi burt, svo Hvalfell eittstend-
ur eftir og Skinnhúfuhöfði við austurenda vatnsins.
Við fórum með norðanverðu vatninu utan i Veggjum
vondan veg og inn að austurenda þess; þar rennur
á lítil í Hvalvatn og lækjasitrur, er koma ofan úr
hinum bogadregnu hálshryggjum, sem eru þar fyrir
austan. Þar myndast undirlendi dálitið með gras-
gefinni mýri og tjölduðum við hjá lækjargrafningi
ofanvert við undirlendi þetta. Skinnhúfuhöfói, litið
móbergsfell vestast á undirlendi þessu, sker sig út í
vatnið; þar er mælt að Skinnhúfa tröllskessa hafi
húið í helli norðan í höfðanum. Fremur þótti oss
óvistlegt hér efra, þó náttúran sé stórgerð og til-