Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 52
46
komumikil, enda kom þoka um kvöldið með hvössu
og nöpru norðanveðri. Hinn næsta dag var svipað
veður, kuldi, þokubræla, súld og rigning; lítt sásttil
fjalla, en þegar rofaði til, sást, að allmikið nýsnævi
var komið í þau um nóttina. Þenna dag var eigi
hægt að fara í neinar fjallgöngur, en eg varð að
láta mér lynda að ganga með vatninu og skoða háls-
ana í kring. Hvalvatn er mjög djúpt, en eigi vita
menn dýpi þess með vissu; sagt er að rent hafi ver-
ið í það 60 faðma tæri án þess botn fyndist; silung-
ur er þar nokkur og er hann stundum veiddur upp um
ís á vetrum. Hvalvatn er tært,og blátt og er sagt, að það
frjósi seint á vetrum; næst ströndu er botninn mjög
stórgrýttur, þaðsem sést, flórlagður af urðargrjóti, en
svo dýpkar fljótt. í austurhálsunum er blágrýti og
liggja sumstaðar móbergshryggir ofan á því; þeir
ganga út úr Súlum og Kvígindisfelli; í gilfarvegnum
upp af Hvalvatni er sumstaðar gráleitt hnullungaberg
og heflr það líklega myndast, er vatnið fyrrum var
stærra og dýpra.
Næstu nótt var hreinviðri, en mjög kalt, og
snjóaði í fjöll; þoka var þó nokkur um morguninn
á hæstu tindum, en hana reif af um dagmálaskeið,
héldum við þá á stað til þess að ganga upp á Súl-
ur, vorum 21/* tíma upp á liæsta tindinn, stóðum
þar við tæpa klukkustund og vorum 2 stundir heim
aftur að tjaldi. Fórum við fyrst vestur með Hval-
vatni að sunnanverðu og síðan upp með stóru gili;
þar eru fyrst blágrýtishjallar 270 fet upp frá vatn-
inu, en þá tekur við móberg upp úr í gegn. Móberg-
ið er gulmórautt á lit og ákaflega mikið blágrýti
innan um það í óreglulegum hnúðum og drönglum,
verður blágrýtið því víða aðalefni og að eins ör-
þunnar móbergsrákir milli blágrýtiskleppanna; sum-