Andvari - 01.01.1899, Síða 53
47
staðar eru þó þykkri lög af móbergi og þussabergi,
og þar sem lagaskif'ting er, sýnast lögin hallast út
frá fjallinu. Súlur eru að norðan allar sundurgrafn-
ar af gljúfrum, sem kvíslast með ótal öngum upp
að dalskvompum og botnum efst í fjöllunum; smá-
gilin eru hið efra flest grunn, en sameinast og verða
að djúpum gljúfrum með ógengum hengiflugum.
Hið upprunalega Súlna-fjall er nú mjög orðið sund-
uretið og ummyndað af vatnsrásum, botnar og hvilft-
ir hafa myndast á alla vegu og eru að eins örmjó-
ar eggjar með smátindum eða sagartönnum milli
þeirra, en þar sem botnhringarnir skerast eða nálg-
azt mest hver annan, standa hæstu tindarnir, og eru
þeir allir háir og mjóir. I undirfjöllum Súlna eru
brattar bungur og hjallar með eggjagrjóti ofan á;
gljúfrin þverskera bungurnar og myndast mjóir
hryggir milli aðalgljúfranna, en ofar eru tungur, þar
sem gljúfrin kvíslast. Það var ilt að rekja sig á
milli gljúfranna eftir mjóum kömbum og utan i
eggjagrjótsskriðum, en þegar dregur upp undir sjálfa
botnana fer að skána, því þá eru skorurnar grynnri.
I dalhvilftunum eru stórir skaflar, en hvergi jökull.
Frá Hvalvatni ber mest á tindi norðan í Súlum,
hann er líkur spena að lögun, hár og hrikalegur, og
bak við hann er sagyddur tindakranz kringum dal
hvilft fyrir vestan hann. Kippkorn fyrir vestan
þenna tind gengur niður gil það, sem við fórum upp
með að vestan; við fórum upp fyrir gljúfrin yfir
kvíslar þeirra í dalhvilftinni og yfir í aðra hvilft,
sem líka er umkringd að sunnan af eggjum og tind-
um; þar á brúnunum er hæsta nípan. Klöngruð-
umst við upp eftir lilíðum dalverpis þessa um skafla
og stórgrýttar urðir, unz við komumst upp á eggjar
og sáum suður af, gengum síðan eftir röðlinum upp