Andvari - 01.01.1899, Page 56
50
Þegar eg kom til Reykjavikur var aðalstarf
sumarsins búið, því nú hafði eg rannsakað þann
hluta landsins sem eg átti eftir, heiðarnar hjá Lang-
jökli og fjöllin upp af Borgarfirði. Samt notaði eg
seinni hluta ágústmánaðar til þess að skoða ýmsar
eldfjallamyndanir á Reykjanesfjaligarði, einkum við
Grindaskörð og kringum Helgafell; en með þvi að
eg hefi áður lýst þessum héruðum nokkuð ítarlega í
ferðasögunni 1883, þarf ek ekki aftur að fara út í
það mál á þessum stað.
Hér er þá lokið skoðunargjörð þeirri, sem eg
byrjaði 1881, því nú hefi eg yfirfarið land alt, bygð-
ir og óbygðir. Tilgaugurinn var að fá samanhang-
andi, alment yfirlit yfir landfræði og jarðfræði Is-
lands, og legg eg það undir dóm þeirra, sem vit
hafa á, hvort það hefir fengist. Ef mér endist ald-
ur og heilsa til og kringumstæður leyfa, ætla eg
mér að gefa út ítarlegri rit um landfræði Islandsog
náttúru; ferðasögur þessar hafa verið ritaðar til þess,
að menn af þeim gætu fengið nokkra hugmynd um
þá hluta landsins, sem þeim voru miður kunnugir
áður; þakka eg þeim, sem hafa haft þolinmæði til
þess að lesa ferðasögur þessar og vona að þeir hafi
haft eitthvað gagn af þeim. Að lokum þakka eg
hjartanlega prestum og bændum og allri alþýðu,
alla hina stöku gestrisni og hjálpsemi, sem mér hef-
ir jafnan verið sýnd á mínu langa ferðalagi.