Andvari - 01.01.1899, Page 60
54
neðan hann rennur áin um hrið í gljúfri og eru þar
mjög djúpir og langir hyljir í henni og ágætfylgsni
fyrir fisk. Þótt áin kvíslist mikið, þegar kemur
niður fyrir gljúfrin, þá er samt ávalt ein kvislín
vatnsmikil. Hún hefir að mínu áliti mörg góð skil-
yrði fyrir flsk, en sá er annmarkinn á, að við ós-
inn og i víkinni (Breiðidalsvík) fyrir utan hann er
krökt af sel. í ána gengur þó allmikið af silung,
mest bleikja. Hún fer að ganga úr sjó í ána í ág-
úst og kallast þá birtingur. Eg sá 90 silunga ný-
veidda niðri undir lóninu. Flest voru það bleikjur,
nýgengnar, 1—2 pda þungar; magi allra þeirra, er
eg skoðaði i, var troðfullur af marfló; sumar vorh
með hrognum eða sviljum, aðrar ekki. Auk bleikj-
anna voru og nokkrir smá-urriðar, sem ekki höfðu
verið í sjó, en höfðu þó maga fulla af marfló (úr
lóninu). Urriði er þar annars sjaldgæfur. Veið-
in í ánni er töluverð og eingöngu veitt með á-
drætti neðst í ánni frá nokkurum bæjum (í félagi)
einkum frá Eydölum. Fyrir 6 árum var byrjað að
veiða að ráði.
I flestar árnar, er falla i botna tjarðanna milli
Breiðdalsvíkur og Héraðsflóa, gengur silungur, en
árnar eru allar smáar og oftast grunnar, með mjög
tæru vatni, og þvi fylgsnalausar og ekki von að
mikill fiskur sé í þeim. Flestar falla þær í lón í
fjarðarbotni. Eg fór með ánum, er falla íNorðfjörð,
Seyðisfjörð og Borgarfjörð. Loðmundarfjarðará er
vist einna fiskauðugust, eftir því sem Sigurður
hreppstjóri i Seyðisfirði sagði mér; í henni eru og
nokkrir hyljir. I henni veiðist með ádrætti »hæng-
silungur« (urriði), oft allvænn. Gengur hann helzt
í ána á vorin fram í júli. í iSeyðisfjarðard gengur
dálitið af urriða á vorin og er veiddur lítið eitt í