Andvari - 01.01.1899, Síða 61
lagnet inst í firðinum. Eg sá smáurriða í árósun-
um og ársgamalt silungs- seiði í lækjarsitru við Búð-
areyri. I Eskifjarðará gengur nokkuð af silung og
«r hann nokkuð veiddur af kaupstaðarbúum og fjarð-
arbóndanum með fyrirdrætti, við árósinn. I Mjóa-
fjarðará gengur lítið eitt af bleikju síðla sumars;
var hann áður helzt veiddur til beitu.
I Vaðlavík milli Reyðarfjarðar og Gerpis er
vatn eitt lítið, í því kvað vera ailmikið af silungi,
sem gengur í það úr sjó. Eg gat ekki komið því
við, að skoða það.
I FljóUdalaliéraði eru, eins og kunnugt er, tvö
stór vatnsföll, Lagarfljót og Jökulsá á brú, en í
hlutfalli við stærðina eru þau ekki auðug af fiski.
Lagarfljót er langt og mjótt stöðuvatn, eða öllu held-
ur tvö; hið efra nær frá fljótsbotni út fyrir Egils-
staði á Völlum að vaðinu á Einhleypingi; liið neðra nær
svo þaðan niður að Steinsvaði. Báðir þessir hlutar
fljótsins til samans eru 7 milur að lengd. Mesta
breiddin á efra hlutanum er um >/4 mílu, undan Arn-
heiðarstöðum og Ási. Neðri hlutinn er álika breið-
ur. Þriðja vatnið mætti kalla þann hlutann, sem
nær frá fossinum niður að Steinboga (flúð, milli
fossins og sjávar). Hann er miklu mjórri en hinir.
Þessir 3 hlutar eru hér um bil straumlausir. Eg
kannaði fljótið 14. sept. undan Arnheiðarstöðum, þar
sem mér var sagt að það væri dýpst. Dýpið var
þannig, þvert yfir um frá NV til SA: 54, 58, 57, 34
og 19 faðmar (mælt 2/s, ^2, ’/s, V4 °S V8 breidd
fljótsins frá SA-Iandi). Mesta dýpið fann eg þannig
í miðju fljótinu. Þ. Thoroddsen segir (Andv. 1883)
að undan Ási sé dýpið 350’ (58 fðm.) og hæð vatns-
flatarins yfir sjávarmál 83’. Á 20 fðm. dýpi var