Andvari - 01.01.1899, Síða 62
56
jökulleðja og vikursandur í botni og rétt við land á
5 fðm. dökkur basaltsandur, en hvergi neitt jurta-
eða dýralíf i botni né uppi í vatninu. Hiti á ytir-
borði var 7,5° C. Eg kannaði fljótið einnig hjá Eg-
ilsstöðum. Þar er dýpið miklu minna. Eg mældi
þvert yfir um: 16, 18, 872, 672, 7 og 272 fðm. (3/4,
2/3, 72, 73, 74 og 7g frá SA-landi). Botn var þar
alveg eins: jökulleðja og vikursandur og ekkert
dýra- né jurtalíf. Hiti í yfirborði 8° C. Nokkru
neðar mældi eg mest dýpi 9 fðm. Hvergi þar sem
eg kom að fljótinu annarsstaðar varð eg var við
neitt líf í því og mjög fátt af sundfuglum við það.
Cand. Helgi Jónsson hefir kannað fljótið ítarlega
kringum Vallanes og aðeins fundið mjög lítinn jurta-
gróður. Eg fór yfir um fljótið rétt fyrir neðan foss-
inn hjá Kirkjubæ. Þar er það mjótt, en alldjúpt
að sögn (20—30 fðm.) Fossinn er ekki hár, um 4
fðm., en mjög vatnsmikill; eyja skiftir honum í tvent.
A.-hlutinn er lóðréttur, V.-hlutinn um 3 áln., en
upp af honum er langur hallandi, sem er ófær fisk-
um. Gegnum skarð í eyjunni feliur mjór foss, með
stalli á miðju. Sá foss er að líkindum fiskgengur.
Þegar kemur niður fyrir steinbogann, fer
fljótið að grynnast og þegar kemur niður und-
ir sandinn beygir það NV með sandinum og
rennur með honum í bugðum góðan kipp áður
en það fellur til sjávar; ósinn er um 100 fðm. á
breidd, þegar hann er breiðastur, en alidjúpur. Fljót-
ið rennur nú ekki saman við Jökulsá, eins og sýnt
er á Uppdrætti íslands. Aftur á móti liggur »gljá«
(grunnur vaðall) út frá því SA með sandinum yfir í
ósinn á Selfljóti. Alt er fljótið með sterkum jökul-
lit, því jökulár falla í botn þess, og þó það sé^víð-