Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 63
57
ast nærri straumlaust, þá nær leðjan ekki að setj-
ast til botns, líklegast af því, að öldugangur-
inn, sem oft er allmikill, heldur henni svífandi í
vatninu.
I fijótið falla margar ár, en allflestar mjög iitl-
ar. Hinar helztu eru: JöJculsá frá Vatnajökli og
Snæfelli; í hana rennur Kelduá úr Kelduárvatni.
Jökulsá fellur eftir Fljótsdal og í fljótsbotninn.
Grímsá á Völlum. Hún er allvatnsmikii, og mjög
tær. Aður en hún fellur í fljótið kvíslast hún mjög
og er þar hyljalaus; lengra upp er hún grýtt í botni
og hyljótt. Hún myndast af Geitdalsá úr Líkár-
vatni og Múlaá í Skriðdal. Eyvindará fyrir utan
Egilsstaði; er aðeins flskgeng stuttan spöl upp frá
fljótinu. Vinstra megin fellur í fljótið Iiangá 1 Fell-
um. I öllum þessum ám er nokkuð af silung, eink-
um í Grímsá og í Fljótsdal. I sjálfu fljótinu er
nokkur slæðingur af silungi, bæði urriða og bleikju,
en það er að öllum likindum mest part silungur, er
gengur í fljótið úr ánum, því eftir því sem áður er
sagt, vantar það flest þau skilyrði, er nauðsynleg eru
til þess að mikil mergð af fiski geti þriflst í því, o: jurta-
iíf og lægra dýralíf. Jökulleirinn drepur jurtagróð-
urinn og þá er heldur ekki að búast við öðru lífi.
Arnar, sem falla í fljótið, eru lika svo smáar og
snauðar að æti fyrir fisk, að ekki er mikils góðs
að vænta af þeim í þá átt. Frá sjó á fiskur held-
ur ekki greiða göngu í fijótið, því bæði er fossinn
illfær eða ófær, og ósinn er ætíð þvergirtur af sel,
því vanalega liggja i honum um 200—300 selir. í
fossinn mætti setja stiga, og væri selurinn fældur
burtu, þá væri ekki ólíklegt, að fiskur (t. d. lax)
gengi í fljótið, ef hann þá kynni við sig í straum-
lausu jökulvatni, sem hann yrði að fara gegnum,