Andvari - 01.01.1899, Side 65
59
3,5°, svo það lítur út fyrir, að hún sé mjög köld.
I hana gengur silungur bæði á vorin og siðari hluta
sumars (bæði urriði og bleikja) og getur orðið 2—4
pd., og úr henni gengur hann einkum í Kaldá og
dálitið í Laxá, sem er lítil og nálægt hinni. Jón
alþm. á Sleðbrjót segir, að í ungdæmi hans hafi ver-
ið töluverð silungsveiði í Kaldá, einkum frá Hlíðar-
húsum, en siðar breytti hún rensli sínu i Jökulsá,
og þá minkaði veiðin. Nú er helzt veitt við Kald
árós í lagnet með l1/*—2" möskvavídd og mest frá
Sleðbrjót. En veiðin er eigi mikil. í Jökulsárósi og
ánni neðanverðri er töluvert af s e 1, sem nærri má
geta, að ekki hefir heppileg áhrif á fiskigöngur í
ána; en að áin sé vel fallin fyrir fisk, vil eg þó
eigi segja, eins köld og leðjuborin og hún er og hylja-
laus.
I Selfljóti i Útmannasveit er nokkuð af silungi;
hann gengur og upp í Bjarglandsá, er fellur 1 það.
Við ósinn (Unaós) er nokkuð af sel.
Neðan til á Héraði (í Hróarstungu, Hjaltastað-
ar- og Eiðaþinghá) og f Fellum eru mörg smá stöðu-
vötn, er fiest liggja í lægðum milli blágrýtisása. I
allflestuni er meira og minna af silungi. Eg kann-
aði hið stærsta af þeim, Eiðavatn. Það er um J/s
mlla á lengd og ganga út í það sunhanvert 2 löng
nes. Mesta dýpi fann eg í því 6 fðm., annars víð-
ast >/2—4 fðm. Víðast leðjubotn, en sumstaðar grjót.
Jurtagróður töluverður vfða á 1 faðms dýpi, eiukum
þúsundblað (Myriophyilum), en dýpra mest vatnax
(Potamogeton perf'olialus). Inni í vogunum voru í
botni breiður af slorpungum (Nostoc). Smádýralíf
var töluvert uppi í vatninu (krabbafiær); en í botn-
leðjunni fann eg ekkert kvikt. Að því undanteknu
Pktist vatnið þeim vötnum, er eg heíi kaunað á
k.