Andvari - 01.01.1899, Page 66
60
SV.-landi. Hitinn í því var 7,8—9,5°. í vatnið renn-
ur lækur, er silungur gengur í á haustin, og úr því
er afrensli í Lagarfijót. Eg skoðaði í nokkra sil-
unga úr vatninu, nýveidda. I mögunum var ekkert
eða þá jurtaleifar. Að eins í einum urriða voru hrogn.
I vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, en smátt,
flest um ‘/s pd. Urriðinn er magrari og verri en
bleikjan, en meira af honum. Veiðin stendur í stað
á síðari árum og mest veitt f'rá Eiðum (um 1000 á
ári) f all-löng lagnet með l1/*" möskva vídd. Veið-
in er stunduð alt sumarið. I afrensli vatnsins í
Lagarfljót náði eg mjög stöðnum urriða með renn-
andi sviljum (12. sept.).
I Hrjótarvatni fyrir utan Eiða sagði mér fylgd-
maður minn (Sigurður í Rauðsholti), að í tíð afa síns
hefði veiðst töluvert af vænum urriða, á stærð við
ýsu, en veiðin þvarr smám saman og er nú engin.
í tjörn hjá Hjaltadal veiðist nokkuð af urriða
og bleikju (meðalstærð s/2 pd.). Bleikjan, sem eg
sá úr því, var eigi ólík »depiu«. I stórriðnasta netið
fekst ekkert.
I Miklavatni, neðarlega á Héraði, var mér sagt
að væri töluvert af silung, en að menn þyrðu ekki
að veiða hann vegna »loðsilungs«, sem á að vera í
vatninu. En eg býst ekki við, að Héraðsbúar trúi
á slíkar undraskepnur. — I Fellum er Urriðavatn
helzta veiðivatnið.
Uppi í Jökuldalsheiði er nokkur veiðivötn,
sem töluverður silungur kvað vera í, en þangað
hafði eg eigi tíma til að fara, þótt mig langaði.
í Rofsá í Vopnafirði gengur nokkuð af bleikju
og urriða bæði á vorin og síðla sumars, og lítið eitt
veitt. Ain er allvatnsmikil, en mjög tær (hún var
með minsta móti þegar eg fór yfir hana), en grunn