Andvari - 01.01.1899, Page 67
61
neðan til, með sléttum malarbotni, og rennur út i
gegnum sand. Ofar í henni er klettabotn og nokk-
urir hyljir. Meðfrara henni eru grösugir bakkar. —
Likt má segja ura Vesturdalsá, er fellur í Nýpsfjarð-
arlón, en hún er minni og hefir litil fylgsni fyrir
fisk. í hana gengur mest bleikja, og eru veidd af
henni nokkur hundruð i ádráttarnet. — I Selá i
Selárdal er og nokkur silungsveiði. Að henni kom
eg ekki, en hún kvað vera vatnsmikil og allvel lög-
uð fyrir fisk.
Á þessu svæði verður silungs víða vart í sjó,
bæði inni i fjarðabotnum og úti við annes. Eg sá
hann t. d. við Vattarnes og eins á Fáskrúðsfirði
veiddan i síldarnet. Það var bleikja með tóman
maga. Annars veiðist þar oft silungur i sildarnet.
En lítið er hann yfirleitt veiddur í sjó.
Um lax og laxveiðar er ekki rnikið á þessu
svæði, sem ekki er von, þar sem svo litið er um
ár, er séu vel lagaðar fyrir lax, eins og eg hefi
þegar tekið fram, og þær ár, er liklegastar væru
fýrir lax, eru við ósana oftast þvergirtar af sel. —
í árnar i Vopnafirði gengur nokkuð af laxi,
einkum i Selá. í henni voru kistur fyrir 30 árum,
en nú veiðist þar lítið. Selur er þar við ósinn.
Síðustu 3 ár hefir orðið meira vart við lax i Vestur-
dalsá en að undanförnu, bæði í lóninu og uppi i
ánni. Þannig veiddust 1896 yfir 30 laxar (sem er
langmest laxveiði þar lengi) og í sumar fengust 8
vænir (20 pda) laxar i lóninu, rétt fyrir utan árós-
inn. Á síðustu árum hefir selur sá, er áður var i
lóninu og ósi þess, verið stygður burt með skotum
beitutaki í ósunum. — í Hofsá er dálitil laxveiði
frá Hofi, en selur liggur oftast við ósinn, en er ekki
■veiddur. Að áin rennur í grunnum ósi gegnum