Andvari - 01.01.1899, Síða 68
62
sand, nefir einnig óheppileg áhrif á laxgöngur, og
einnig það, að áin er neðan til grunn og tær og fylgsna-
laus, líkt og Vesturdaisá.
I ánum á Héraði er mjög lítið um lax. Þó
verður stundum laxvart í Laxá, sem fellur í Jökul-
dalsá á brú, og í Lagarfljöti hafa laxar fengist endr-
um og sinnum í silunganet neðan undir fossinum
hjá Kirkjubæ; ef menn þá ekki bianda saman laxi
og stórum, sjógengnum urriðum. Fyrir ofan fossinn
hefir aldrei orðið vart við lax. Menn hafa og orðið
varir við smálax í Bjarglandsá, sem áður er nefnd.
— I Fjörðum sést varla lax. Þó var mér sagt, að
í hitt eð fyrra hefðu menn fengið 3 laxa í Hellisfirði
og að laxvart hafi orðið í silunganet í ánni í Loðmund-
arfirði. Annars þykjast menn stundum verða varir
við lax (eða stóra urriða?) í öðrum fjörðum. — Sú
á á Austfjörðura, er bezt væri fallin fyrir lax, er
Breiðdalsá, en sjaldan eða aldrei verður vartviðlax
í henni. Á svæðinu kringum fossinn má hún heita
mjög vel löguð fyrir lax, þar sem hyljirnir eru á-
gætir griðastaðir fyrir fisk og fossinn er vel lax-
gengur sumstaðar. Um miðbik 18. aldar segir 0-
lavíus, að laxvart hafi orðið í ánni. — Það væri vert
að gjöra tilraun með að klekja út laxi í ánni og
sjá, hverjar afieiðingar yrðu af því; en fyrst þyrfti
að fiæma burtu selinn frá árósinum. Mér heyrðist
heldur ekki á aðaleiganda selveiðarinnar við ósinn
(síra Þorsteini 1 Eydölum), að honum væri mikil
eftirsjá í selnum. Lengra suður verður aldrei vart
við lax.
II. Selveiðar.
Selur er nokkur v.iða við Austurland, en sel-
veiðar mjög litlar. Selurinn er mestmegnis land-