Andvari - 01.01.1899, Síða 69
68
selur (láturselur). Útselur er að eins nokkur við
Austurland norðanvert. Vöðuselur var tiður við
Austurland milli Langaness og Lónsheiðar á 18. öld-
inni, samkv. þvi, sem Olavíus segir i ferðabók sinni.
Kom hann þá norðan með, með fiskigöngunum í
febrúar, marz og apríl, eða sumstaðar, t. d. við Hér-
aðssand, frá april fram í miðjan júií. Yar töluvert
veitt af honum viða. En nú er hann horfinn þar,
eins og víðar liér við land, Mér var sagt, að hann
hefði verið algengur við Austurland fram að 1875.
— Rostungar hafa sést þar endrum og sinnum. Einn
var drepinn á Seyðisfirði (Öldunni) 1800. í Mjóa-
fh'ði sást einn 1860 og á Búðum í Fáskrúðsfirði var
skotið á einn fyrir 10 árum.— Bl'óðrucselur var skot-
inn á Vattarnesi nýlega.
Landselurinn er þvi sá eini, sem nú er tlður
þar. I Alftafirði og Hamarsfirði er töluvert af hon-
um og friðhelg selalátur og selveiði frá Hofi og Mel-
rakkanesi, en ekki meiri en svo, að hún naumast
svarar kostnaði. Þykir mönnum, að hann spilli fyr-
ir silungs- og kolagöngunum í firðina. Um nokkur
ár var hann skotinn og jókst þá bæði silungur og
koli. Selurinn er nefndur hér vatnaselur og nórung-
ur. — I Berufirði er töluvert af sel, en selveiði
Htil og borgar sig varla hjá hinum fáu, er stunda
hana.
Eins og áður er sagt, er mikið af sél í Breið-
dalsvíJc, bæði á hólmum og skerjum í víkinni og í
lónsósnum, en aldrei inni í lóninu. Selveiðar eru
að eins frá 2 bæjum, Eydölum (árlega um 50 kópar,.
veiðin metin 300 kr.) og Þverhamri (20—30 kópar).
Æðarvarp er allmikið í hólmunum á víkinni og
hyggur síra Þorsteinn, að selurinn muni ekki vera