Andvari - 01.01.1899, Side 71
III. Fiskiveiðar i sjó.
A Austurlandi hafa flskiveiðar verið stundaðar
frá ómunatíð, en á síðasta mannsaldri hefir orðið
mikil breyting á öllu þar að lútandi. Fram að 1870
var öll útgerð í smáum stýl og mest stundaður sjór
til þess að afla sér fiskjar til heimilisþarfa og til að
selja sveitamönnum. Var þá vanalega ekki róið á
djúp nema þegar farið var í setur (fyrir hákarl,
skötu og lúðu). En eftir 1870 (á Eskifirði 1870, al-
ment 1874) var byrjað að verka fisk (salta) til út-
flutnings og þá fór útgerðin brátt að aukast, af því
menn öfluðu þá vel, og þar við bættist síldarveiði
Norðmanna og komur Færeyinga til Austfjarða.
Hafði þetta hvorttveggja og aukin lóðabrúkun mikil
áhrif á fiskiveiðarnar, svo mikil, að eldri veiðiað-
ferðir og innlendir bátar lögðust að miklu leyti nið-
ur, en útlent var tekin upp í staðinn, svo allur veiði-
skapur er nú á Austfjörðum með útlendara (fær-
•eýsku og norsku) sniði en nokkursstaðar annars-
staðar á landinu. En eg mun oft fá tækifæri til að
minnast á þetta atriði í þvi, sem kemur hér á eftir,
svo eg skal ekki fjölyrða um það að sinni. — Þeg-
ar kom fram að 1880, fór útgerðin að verða svo
mikil, að fólk fór að vanta, og bvrjuðu rnenn þá að
ráða til sin fólk úr öðrum landsfjórðungum á sumr-
in, sérstaklega af Suðurlandi, og hefir það farið stöð-
ugt í vöxt og orðið einna mest 1897. Fiskiveiðun-
um á Austfjörðum má skifta eðlilega í tvent:
þorslc- og ýsuveiðar, og sildarveiðar, og ætla eg mér
einnig að tala hér um þær hvorar út af fyrir sig.
Saman með þorsk- og ýsuveiðunum tala eg um þann
fisk, er veiðist á sömu veiðarfærin; svo eru hákarla-
veiðar stundaðar lítið eitt á nokkrum stöðum. —
5