Andvari - 01.01.1899, Síða 73
67
beitu eöa hnísugörrmm. Svo er nokkuð róið á sumr-
in með haukalóð fyrir skötu.
I Alftafirði og Hamarsfirdi er sjór ekki stund-
aður, nema lítið eitt frá Melrakkanesi. Alftafjörður
er grunnur, en Hamarsfj. djúpur innan til, en báðir
eru nærri lokaðir at Starmýrartanga og Þvottáreyj-
um; þó er fært fyrir hafskip inn í Álftafj. Fiskur
á því ekki greiða göngu inn í þessa firði, þar sem
selurinn bætist við. Þó gengur allmikið af skarkola
(lúru) i Álflafj. og veiða menn hann með ádrætti í
álum, frá því i júní og fram í sept., og fá stundum
6—8 tunnur á einni fjöru; við fjarðarmynnið er kol-
inn vænni. Stefán Gruðmundsson, sem eg áður
nefndi, hefir búið sér til »snurrevaad« og veitt þar
kola vel í það. I Hamarsf. telur hann líklegt að
koli sé, einkum sunnan megin; en enginn hefir reynt
þar fyrir hann. Sira Þorsteinn í Eydölum sagði mér,
að stundum ræki mikið af dauðum þyrsklingi í firð-
inutn, þegar ís leysti af honum. Botnvörpuskip voga
sér naumast inn í þessa firði. Efiaust mætti stunda
kolaveiðar á þessum fjörðum miklu meir en nú er
gert.
Berufjörður (tæpar 3 milur að lengd) er syðsti
fjörðurinn, þar sem fiskiveiðar eru stundaðar að
mun, og hafa verið það um langan aldur. Þeir,
sem bezt fræddu mig um þær, voru þeir Stefán
verzlunarstjóri og Stefán útvegsbóndi Guðmunds syn-
ir á Djúpavogi. — Aðalútræðið erhér á Djúpavogi, en
annars er sjór stundaður frá flestum bæjum við
fjörðinn utanverðan, einkum frá Berunesi, Kalstöð-
um og Krossi á Berufjarðarströnd og frá Papey.
Róið er á öllum tímum árs, en aðalvertíðin er á
sumrin. Er ýmist róið út í fjörðinn og er dýpi þar
5*