Andvari - 01.01.1899, Síða 74
68
40—60 fðm., eða út á djúpmið, alt að 2 milum undan
Djúpavogstöngum; er þar víðast leir- eða sandbotn
eða hraun, einkum þar sem dýpst er. Dýpið 40—70
fðm. Föll eru hér allhörð og suðurfall harðara en
norðurfall; og þykir fiskast betur á suðurfalli. Bátar
eru hér, eins og annarstaðar, mjög smáir, ýmist
færeyskir, norskir eða islenzkir, og 2 eða 3 menn á
hverjum. Menn sigla hér meira en titt er víðast
annarsstaðar á Austfjörðum.
— Aðalveiðarfærið er hér (eins og annarsstað-
ar) lóðin, sem á Austfjörðum er nefnd lína, en öngl-
arnir krókar. Er hún 6 sextugir strengir (3 stokk-
ar) að lengd, með 4—5 hndr. önglum nr. 7 og beit-
an kræklingur (úr Hamarsfirði, eða af leirum inni i
Berufirði, og þverr hann á báðum stöðum), eða síld,
þegar hún fæst, og stundum steinbítur. Slðari hluta
vetrar brúka menn oft haldfæri, með frakkneskumhneif-
um og krækja (»húkka«) fiskinn, eða með smærri öngl-
um með ljósabeitu eða sild. Þó bæði verði vart við loðnu
(á þorra og einmánuði) og sandsili, þá er þeim þó ekki
beitt. Smokk rekur stundum og er þá beitt. Af sand-
maðki er töluvert í firðinum, en ekki beitt. Haukalóðir
með 60—70 önglum eru og brúkaðar og fæsthelztáþær
skata og heilagfiski. — Svo eru bæði hér og alment
í suðurfjörðunum brúkaðar lóðir með sérstöku fyrir-
komulagi, er nefnast lcaflínur eða flotlinur. Af því
að þessar lóðir þykja svo góð veiðarfæri og útbún-
aður á þeim er mjög ódýr og einfaldur, þá ætla eg
að setja hér lýsingu á þeim, eins og mér hefir ver-
ið gefin hún af vel kunnugum manni: »Það þykir
hæfilega löng kaflina, að ásinn sé 6 strengja lengd
(hver strengur sextugur). Milli öngla er 1 faðmur;
önglarnir vanalegir lóðarönglar. Tvö endauppihöld
(dufi) eru höf'ð, en milliuppihöld eru eitt á hverjum