Andvari - 01.01.1899, Side 75
69
90 fðm., eðii þar um. I þau eru hafðar 2 potta
glerkúlur, eða tilsvarandi korkur. Þau eru bundin
á ásinn, en enginn þungi hatður niður frá þeim.
Línan er lögð alveg eins og þá lagt er síldarnet,
að öðrum krakanum (stjóranum) er hleypt niður; er
síðan frá enda- uppihaidinu mældir á uppistöðunni
(duflfærinu) 10—16 fðm. og ásnum hnýtt þar við
uppistöðuna, og sekkur þá ásinn tilsvarandi langt
undir vatnsborðið. Milliuppihöldin eru bundin á
eftir því sem ásinn rennur út. Þau mega vera þétt-
ari, sé mikill fiskur fyrir. Að lokum er hinurn enda
ássins hnýtt við hina uppistöðuna, jafnlangt frá uppi-
haldi og áður, og línan öll þanin, áður en síðari
krakanum er hleypt niður. Þegar vitjað er um, er
farið i atinað endauppihaldið og dregið inn, þangað
til ásinn kemur; er svo t'arið með honutn og fiskur-
inn tekinn af og beitt afcur, án þess að línan sé
höfð inn i bátinn. Et vart verður við, að fiskur sé
frekar i bugðum línunnar en þar sem hún er ofar
í sjó (o: nær uppihöldum), er það bending um, að
sökkva verði línunni dýpra; en ef minna er at
fiski í bugðunum en nær uppihöldurn, þá, að fiskur
sé ofar i sjó«.
Línur þessar eru helzt brúkaðar á haustum og
vetrum, og inni á fjörðum, og aðeins þegar fiskur
gengur með síld eða síli. Til. beitu á þær er hötð sild.
Stundum eru þær látnar liggja í viku eða hálfan
mánuð, án þess þær séu teknar á land. Aflast oft
vel á þær, þegar litið fæst á botnlinur. Fiskurinn
vanalega vænn þorskur, en ýsa sjaldan. Oftast
fiskast bezt á þær á daginn. Þorskanet hafa aldrei
verið reynd. Síld er aðeins veidd í lagnet, til beitu,
og eru 4—5 ár síðan farið var að brúka þau. Fiski-
samþyktir eru engar.