Andvari - 01.01.1899, Page 76
70
Síðustu 20 ár (sem Stefán verzlunarstjóri hefir
verið á Djúpavogi) hefir ávalt verið hér lítill afli,
að nokkrum góðum hlaupum í marz og april undan-
teknum; sumarafli er ávalt lítill; 2 síðustu ár hefir
verið mjög lítill afli, en 3 ár næst þar á undan dá-
góður. Fyrir 30—40 árum var altaf góður vorafli,
en þraut, að menn héldu, af völdum Frakka, sem
voru mjög þar úti þá. 6 þús. á bát þótti þá góður
afli. Fiskurinn var hertur og keyptu sveitamenn
hann, jafnvel Jökuldælingar. Um sama leyti voru
reknar hákarlaveiðar frá Djúpavogi (Hammer o. fl.)
og standa þar enn leifar af lýsisbræðsluhúsunum.
Skipin strönduðu öll smámsaman og útgerðin hætti
að borga sig. — Sira Þorsteinn í Eydölum sagði
mér, að framan af öldinni hafi verið mikill afli bæði
í Berufirði, og suður með, t, d. í Hornafirði. Brúk-
uðu menn þá haldfæri, fóru í setur (á setubátum)
og öfluðu þorsk og hákarl. Um miðja öldina fóru
menn að taka upp lóðir. Olavíus1 segir, að i Beru-
firði hafi menn i júní-des. lagt lóðir á 18. öld og
veitt þorsk, skötu og ýsu. En þá (1780) hafi
verið búið að vera þar fiskilevsi. í 25 ár. Þá voru
og fiskiver i Hafnarey og Ulfsey f.vrir utan Hatn-
arsfjörð.
Um fiskigöngur er það að segja, að þær koma
oftast úr hafi (austri); en sunnangöngur koma stund-
um, en ganga ekki gjarna á grunn. Á haustum geng-
ur fiskur helzt inn í fjörðinn á eftir sildinni. Fisk-
ur þykir ganga bezt að landi í hafátt (austanátt),
1) 0. Olavius: Okonoraisk Reise igennem Island, Kh. 1780.
Þessi bók gefur ágætar upplýsingar um fiskiveiðar á N-A.-landi
á öldinni sem leið. Eg vitna þvi oft í hana.