Andvari - 01.01.1899, Síða 77
71
en þegar hann er kominn nærri, gengur hann bezt
í fjörðinn í norðanátt. — Allar vanalegar fi.skategund-
ir fást hér, en þó er rnjög fátt um hlýra, karfa og hát,
og keila engin. laíða (á Austurlandi kölluð spraka)
þykir hafa þorrið á siðari árum. Hrognkelsi eru
í firðinum, en ekki veidd. A sumrum er mikið af'
kröbbum f þorskmögum, en síli ekki fyrr en á haust-
um i september. Við bryggjuna á Djúpavogi sá eg
mikið af ungum þorski (4—6” löngum þyrskling)
og smá-ufsa á líkri stærð (á 1. ári), svo og mjög
smá hornsíli. Hámeri (á Austurlandi kölluð hamar)
verður stundum vart við. Af hvölum, sem tiðir ern
í Berufirði, má nefna hnísu, sem er skotin þar nokk-
uð, svo og hnúfubak og hnýfil (hrefnu?), sem oft
koma þar inn með síldarátu.
Ensk lóðagufuskip hafa ekki verið á þessum
miðum, en botnvörpuskip eru oft út undan Álfta-
firði, en þó sjaldan í landhelgi.
í Breiddahvík eru litlar fiskiveiðar og sjór lit-
ið stundaður; það er þá helzt, að menn fiska skötu
á haukalóðir á sumrin. Framan af öldinni var þar
vlst meira um fiskiafla. Olavius segir, að Sauða-
bólsmiðið og Ilvalnesröst séu orðlög fyrir l.úðu og
skötu, og lúðan aflist frá páskum til Jónsmessu, en
þorskur, ýsa og skata frá Mikaelsmessu til jóla; þá
reru margir bátar úr Andey og Hafnarey. Af hákarli
er rnikið, en nú er hann ekki veiddur, en Olavins
segir, að hann sé veiddur þar á sumrin og fyr á
tímum á stórum bátum i djúpi á vorin og á haust-
in. Komi fiskur nú inn í víkina, þá stendur hahn
þar oftast stutt við, en vikin er þó djúp. Hrogn-
kelsi og kola verður þar lítið vart við. En á víkinni
er nú krökt af sel.
Næsti fjörður fyrir norðan Breiðdalsvík er