Andvari - 01.01.1899, Side 78
72
Stöðvarfjördur. Hann er einna minstur af öllum
fjörðunum, tæp mila að lengd, og útræði ekki mjög
mikið. Ganga úr firðinum um 20 bátar alls, flestir
frá yztu bæjunum: Kirkjubóli, Löndum, Hvalnesi og
Kambanesi. Bátarnir eru færeyskir eða norskir
(með Harðangurs-lagi); menn héldu hér, að stærri
bátar mundu vera hentugri. Brim er töluvert.
Fjörðurinn sjálfur er innantil d,ýpstur um 40 fðm.,
en grynnri út í mynninu. Oftast er róið út úr firð-
inum og oft djúpt, allt að 2 miium1 út frá annpsjum.
Straumar eru harðir og uppihöld fara oft mjög í
kaf. Norðurfall er harðara en suðurfall (aðfall) og
þykir fiskast betur á suðurfalli. Hraun er víða i botni.
Veiðarfærin eru lóðir, með aðeins 500 önglum; stund-
um eru 2 festar saman og höfð 3 uppihöld. Lóðir
er fyrst farið að brúka að ráði á síðari árum. Ann-
ars brúka menn mikið færi með frönskum hneifum
og beita annaðhvort ljósabeitu, eða hafa bera
öngla, og liggja oft við stjóra (kraka). Stöðfirðing-
ar þykja beztir fiskimenn á færi á Austfjörðum.
Lúðuveiði er oft góð og þykir ekki þverra; úr lúð-
unni verka menn oft rikling. Við lúðu- og skötu-
veiði brúka menn haukalóðir. Alt þetta sýnir, að
veiðiaðferðir eru hér fornlegri en víðast annarstað-
ar austanlands. Þorskariet hafa aðeins verið reynd
hér og sildveiði er að eins í Jagnet, til að afia sér
beitu. Landbeituskortur er mikill; þó er nokkuð at
1) Bæði hér og annarsstaðar sögðu menn mér, að róið væri
alt að 3 mílur út frá annesjum, og miðuðti við lengd fjarða, og
að róin væri 1 míla á 1 stundu, en jtað gjöra menn varla, og
lengd fjarðanna álita menn alment meiri en linn er. Eg dreg jtvi
frá alt að */*.