Andvari - 01.01.1899, Page 79
sandmaðki inst í firðinum. Um fiskigöngur er það
að segja, að sunnangöngur þykja vera drýgstar og
þorskur kemur þangað oft ógotinn síðla vetrar. I
mögum á þyrsklingi (rauðum úr þara), sem fengist
hafði úti í fjarðarmynninu, voru aðeins krabbar
(margfætla, Hyas, sem virðist vera algeng þorsk-
og þyrsklingsfæða við Austurland, á sumrin að
minsta kosti). Iírognkelsi verður vart við og er
næsta líklegt, að þar geti verið töluvert af þeim,
því þarar eru þar víst allmiklir, en ekki er reynt
að veiða þau. Síld gengur illa inn í fjörðinn, því
hann er svo grunnur yzt. Ensk lóðaskip hafa und-
anfarin ár verið þar á djúpmiðum, en ekki í ár.
Um sel er litið.
Þvínæst er Fdslcrúdsfjörður. Hann er 2 mílur
að lengd. Dýpið er raest yzt, um 50 fðm., og smá-
grynnist inn eftir. 1 iniuni fjarðarins er Andey og
lengra úti Skrúðurinn, tæpa ’/a rnílu undan landi.
Utgerð er allmikil úr firðinum, um 50 bátar, eink-
um frá verstöðum úti með firðinum, svo sem Höfða,
Arnagerði og Kolfreyjustað að norðanverðu, og frá
Hvarnmi, Vík og Eyri aðsunnan. Sjór er stundaður
árið um kring, en þó einkum á sumrin. Auk þess
sem róið er út í fjörðinn, er oft, einkum á síðari ár-
um, róið á djúp, oft langt út fyrir Skrúð á 60—70
fðm. dýpi. Botn er hraunóttur á útmiðum. Eölleru
mjög hörð, einkum í stórstrauma, og er þá oft ekki
til neins að róa. Með aðfalli (suðurfalli) fer straum-
urinn iun með norðurlandi fjarðarins, en út með
suðurlandi (en þó hægar); með útfalli er það þvert
á móti. Þannig er á ölluin fjörðum norður að
Langanesi. Aðalveiðarfærið er hér lóðin 12—18
hndr. löng. Fyrir uppihöld hafa flestir hér og á
öllum fjörðum lengra norður kálfsbelgi, hálfa eða