Andvari - 01.01.1899, Síða 80
74
heila, eða þá marsvínamaga frá Færeyjum, stund-
um »böjur«. Belgirnir og marsvfnamagarnir fljóta
ágætlega vel og eru mjög nauðsynlegir, þar sem
föll eru jafnhörð og við Austurland, en hata þann
ókost, að fari þeir til botns á miklu dýpi, sem
stundum getur fyrir koraið, þá leggjast þeir saman
sökum vatnsþrýstingarinnar. Verð á heilum kálfs-
belg, útbúnum, er 4 kr., en á marsvinsmaga 5 kr.
Til þess að ná mætti i lóðina, þótt belgurinn færi
í kaf, væri ráð, að festa kúlu (helzt með stöng með
veifu á við) við belginn, með nokkurra faðma löngu
færi. Kaflínuafli var mörg ár inni i firðinum, en
þraut fyrir 2 árum. Færi eru stundum brúkuð á
vetrum og þá fiskað við laust. Þorskanet hafa
aldrei verið reynd. Til beitu er mest brúkuð síid
ný eða frosin; öðu er litið um, kræklingur nokkur
hingað og þangað i firðinum, en mjög þrotinn og
sandmaðkur (leirumaðkur) nokkur inst í firðinum,
en ekki notaður. Smokk rekur stundum. Sandsíli
kemur og stundum, en er ekki notað. Fiskiveiða-
samþykt var búin til og staðfest fyrir nokkrum ár-
um. Var aðalákvæði hennar, að ekki mætti leggja
lóð utan við línu frá Strembistanga, yzt i Andey
og þaðan í Hafnarnesfles; en henni hefir lítið verið
sint. Fiskigöngur koma ýmist að norðan eða sunn-
an, og sagt var mér. að þær kæmu nú seinna á
vorin en að undanförnu. Smá- ufsi er oft mikill
og fæst oft i síldarnet, en ekkert um hann skeytt.
Hrognkelsi er víst litið um. Sfra Jónas áKolfreyju-
stað hefir reynt i 3 ár með 40 fðm. langt hrogn-
kelsanet, en fengið mest 5 í einu. Koli (sandkoli,
skarkoli og flúra) er töluverður ( firðinum, en lítið
veiddur. C. Tulinius konsúll á Búðum reyndi nð
veiða hann i sumar með »snurrevaad«, en fekk lft-