Andvari - 01.01.1899, Síða 81
75
ið, enda var litið urn skarkola í sumar á Austfjörð-
um. — Karfi, keila og báfur mjög sjaldgæf. — Há-
karl er mikill á djúpmiðum, en er ekki veiddur
neitt að ráði. Gjörir hann oft tjón á veiðarfærum.
Olavius segir líkt um fiskiveiðarnar á Fáskrúðsfirði
og Stöðvarfirði og áður var tilgreint um Breiðdals-
vik. A Fáskrúðsfirði er nú aðalstöð Frakka áAust-
fjörðum.
Iieyðarfjörður (með Eskifirði) er mestur at
öllum Austfjörðum; rúmar 4 milur á lengdinni botn
og fyrir utan Eskifjörð >/2—2/s milu á breidd. Inni
við fjarðamót er dýpið þegar 30 fðm., en lengra úti
dýpkar, svo dýpið verður 60—80 eða jafnvel 100
fðm. Uti fyrir firðinum er Seley. Útræði er all-
mikið við fjörðinn utanverðan. Helztu verstöðvarn-
ar sunnan við fjörðinn eru Vattarnes, Kolmúli 0g
Hafranes Ganga þaðan mest 18 bátar, flestir frá
Vattarnesi. Norðan við fjörðinn eru helztar: Karls-
skáli og Breiðavik, og ganga þaðan um 20 bátar
alls. Á Karlsskála iágu við í sumar 12 Færeyingar
og álíka margir á Vattarnesi. Lendingar og upp-
sátur eru hér alstaðar góð, nema á Karlsskála; þar
er slæmt uppsátur, sem þó mætti laga: hár bakki,
sem setja þarf upp fyrir, þegar flóðhátt er Þegar
ólga er i .sjó; verður þar allmikill brimsúgur í lend-
ingunni.
Þeir sem bezt fræddu mig um fiskiveiðar á
Reyðarfirði voru þeir Vattarnesbændur, Eiríkur, Elís
og Bjarni, og svo Karlskálafeðgarnir.
Auk þess sem róið er út í fjörðinn, róa menn,
einkum á slðari árum, mikið í djúp, frá sunnanverðum
firðinum útkringum Skrúðinn stundum nærri 1 raíluút
fyrir hann og æ dýpra 0g dýpra. Frá norðanverðum
firðinum róa menn einkum út í kringum Seley. Botn
á.