Andvari - 01.01.1899, Side 82
76
er þar hraunóttur, en leirblettir á milli og dýpið
allmikið, 50—90 fðm., eða meir. Föll eru mjöghörð
i djúpinu og til stórmikils baga fyrir fiskiveiðarnar
og eru þau víst hvergi harðari fyrir Austfjörðum.
S. fall er harðara en N.-fall. Þagar S.-fall hættir,
beygir það frá landinu, en N.-fall að því. Flóðliggj-
andi þykir betri til veiða en fjöruliggjandi.
Aðalveiðarfærið er hér, sem annarsstaðar, lóðin.
A Vattarnesi er hún löng, alt að 20 hndr., og
allt af beitt í landi og ekki lagt nema eitt kast. Er
þar oft mjög mikið veiðarfæratjón sökum strauma
og meðfram vegna þess, hve lóðin er löng og ilt
að bjarga henni, ef veður spillist. Norðanmegin
fjarðarins hafa menn miklu styttri lóðir, með um
500 önglum (8 strengi með um 60—70 önglum),
beita i landi og leggja mörg köst, eða hafa 2 lóðir
og leggja hvora á sínum stað. Þeir rnissa og miklu
minna af veiðarfærum. Önglarnir eru eins og ann-
arsstaðar mest nr. 7. Færeyingar hafa og stuttar
lóðir (800 öngla) og leggja mörg köst. Þeir eru oft
út af fyrir sig nærri landi, þar sem straumar eru
minni og þykja afla tíltölulega meira af þorski en
hinir, er olt fá ekki meira ‘/s af þorski. Karls-
skálamenn álíta, að löngu lóðirnar hafi þann ókost,
auk þess er um var getið, að þær nái oft yfir löng
svæði, þar sem enginn fiskur sé fyrir, að mikil
beita fari oft til spillis, þar sem þær aðeins eru
beittar í landi, og að hætt sé víð, ef mikill fiskur
sé fyrir, að báturinn taki ekki nærri allan afiann,
jafnvel þó slægt sé út. Þetta álit heyrði eg viðar
lijá málsmetandi mönnum. Þegar síld erekki, beita
Vattarnesmenn (og Fáskrúðsfjarðarmenn) steinbít,
svartfuglagöruum, hunda- og ritukjöti. Norðan