Andvari - 01.01.1899, Page 83
77
fjarðarins beita menn oft steinbít á, 2. eða 3. hvern
öngul með sildinni op: fá þá jafnt fisk á steinbíts-
beituna op: oft vænni fisk. Hvorki hafa menn loðnn
né sandsíli til beitu, þótt hvorttveggja verði oft vart
við. Kræklingur er að eins inni í innrahluta Reyð-
arfjarðar, en er þar víst nauðsynleg æðarfuglsfæða.
Annars er síld aðalbeita. Færi eru nú litið brúkuð,
en voru áður aðalveiðarfærið. Lóðir fóru menn að
brúka að ráði fyrir 30 árum. Fyrir þann tima brúk
uðu menn að eins haukalóðir.
Fiskisamþykt var fyrir nokkurum árum gerð
fyrir Reyðarfjörð og eru aðalákvæði hennar, 1. að
ekki megi leggja lóð í sjó fyrir utan línu milli Gerp-
istanga og Grænunfpu frá byrjun mai til jóla; 2.
að bátafjöldi skuli vera takmarkaður; 3. að ekki
megi hausa út né kasta slógi i sjóinn. Þessi sara-
þykt hefir aldrei fengið mikið gildi í framkvæmd-
inni.
Öldungurinn Eiríkur á Karlsskála gat frættmig
vel um fiskiveiðarnar um og fyrir miðbik aldarinn-
ar. Þá var ekki róið úr firðinum né fiskað inni í
honum heldur iegið við úti i Seley, og reru bæði
karlar og konur. Fóru menn í setur með haldfæri
og öfluðu oft vel lúðu og svo annan fisk. Þetta var
gjört á vorin, en um sláttinn fór að eins 1 maðurfrá
hverjum bæ til að afla til soðs. Annars var fiskur
hertur og seldur sveitamönnum. Svo fóru menn að
brúka haukalóðir og öfluðu oft vel á þær lúðu og
skötu, einkum á sumrin. Fengust oft 8—1200 sköt-
ur á sumri á bát. Róðrar fóru og að tíðkast inni i
firðinum, og svo ýsulóðir stuttar, milli 1860—70.
Olavius segir, að á 18. öld hafi og verið útræði í
Seley og að þar séu 5 verskálar og hafi áður verið
10. Aflaðist þar þá lúða frá páskum til Jónsmessu