Andvari - 01.01.1899, Síða 84
78
og þorskur, skata og ýsa inni á firðinum frá Mika-
elsmessu til jóla. En eins og annarsstaðar á Aust-
urlandi var þar afialeysi i 22 ár. — Um fiskigöng-
ur gátu menn ekki gefið miklár upplýsingar. Þorsk-
og ýsugöngur hafa lengi komið árlega úr þvi 8—10
vikur eru liðnar af sumri. en frá því í des. og fram
í apríllok er vanalega fiskilaust; þó var góður afli
veturna 1880—83 og voru það taldar sunnangöngur,
sem merm mörkuðu af því, að viku fyrr byrjaði að
aflast á Fáskrúðsfirði. I sumar kom sunnanganga í
júlí. Norðurgöngur koma líka, einkura á vorin.
Ganga þær fremur á grunn en aðrar göngur; sam-
fara þeim er loðna (í apríl) og gengur hún ofi á
grunn. Göngur koma og úr hafi (austri) og þykja
drýgstar, eða standa lengst við. Ekki stendur fisk-
ur lengi við inni i firðinum, þótt hann fari oft langt
inn f hann. Oft er sfld með göngunum, en hvalir
ekki nærri altaf. — Utan til í firðinum er mikið af
ungum þorski og ufsa (á 1. ári) og smáufsa í Eski-
firði, er oft veiðist mikið í síldarnætur. I þorska-
mögum var mikið af margfætlum (Hyas) og nokkuð
af marþvörum (Pimdalus, Hippolyte), síld og þyrsk-
lingi. — Lúða, skata og ianga þykja þverra. Síra
Jónas Hallgrímsson sagði mér, að mikið hefði verið
um löngu í Reyðarfirði fram að 1860, en eftir það
og fram að 1870 hvarf hún nærri, en f'ór svo að
koma aftur. Karfa og keilu er lítið um. — Stein-
bítur er allmikill. Auk þess, sem hann er
hafður til beitu, er hann hafður til soðs eða gjörð-
ur úr honum riklingur, en uggar og hryggir hafðir
imnda kúm. Hlýri var áður töluverður, en nú eng-
inn. Hrognkelsi er lítið um í utanverðum firðinuna.
í vor var reynt að veiða þau á Vattarnesi, en lítið
fekst. Aftur á móti veiðist nokkuð at þeim á Eski-